Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2015 20:06 Sigmundur Davíð ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja SÞ í dag. Vísir/GVA „Stjórnmál þurfa á konum að halda, alveg eins og konur þurfa á stjórnmálum að halda. Ekkert samfélag eða lýðræðisríki getur talið sig vera fullkomnlega þróað án jafnrétti kynjanna.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er hann ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í New York. Boðað var til fundarins vegna 20 ára afmælis Peking-yfirlýsingar og framkvæmdaráætlun um réttindi og valdeflingu kvenna. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Sigmundur Davíð hafi verið meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem stýrt hafi fundinum auk þess sem hann flutti ávarp þar sem hann fjallaði um jafnréttismál. Í ávarpi Sigmundar Davíðs kom fram að Ísland hafi verið í fararbroddi í jafnréttismálum til margra ára en að Íslendingar gætu gert betur. Nefndi hann sérstaklega kynbundin launamun í því samhengi en Sigmundur Davíð sagði launamun sem ekki væri hægt að skýra af öðrum ástæðum en kyni vera óásættanlegan.Ísland mun standa fyrir Barbershop-ráðstefnu í öðrum alþjóðastofnunumJafnframt ræddi Sigmundur Davíð um mikilvægi þess að karlmenn tækju þátt í því að ná fram jafnrétti kynjanna. Ræddi hann um Barbershop-ráðstefnuna sem Íslands stóð fyrir í samstarfi við Súrinam á síðasta ári í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann það vera fyrirætlun íslenskra yfirvalda að halda slíkar ráðstefnur innan annarra alþjóðastofnana sem Ísland væri aðili að enda mikilvægt að karlmenn væru þáttakendur í því að ná fram jafnrétti kynjanna. Forsætisráðherra þakkaði einnig UN Women og Kína fyrir að boða til leiðtogafundarins og minna aðildarríki Sameinuðu þjóðanna á skuldbindingar sínar frá Peking ráðstefnunni fyrir 20 árum síðan. Lagði hann áherslu á að framkvæmd skuldbindinga sé það sem þurfi til að ná kynjajafnrétti. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Stjórnmál þurfa á konum að halda, alveg eins og konur þurfa á stjórnmálum að halda. Ekkert samfélag eða lýðræðisríki getur talið sig vera fullkomnlega þróað án jafnrétti kynjanna.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er hann ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í New York. Boðað var til fundarins vegna 20 ára afmælis Peking-yfirlýsingar og framkvæmdaráætlun um réttindi og valdeflingu kvenna. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Sigmundur Davíð hafi verið meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem stýrt hafi fundinum auk þess sem hann flutti ávarp þar sem hann fjallaði um jafnréttismál. Í ávarpi Sigmundar Davíðs kom fram að Ísland hafi verið í fararbroddi í jafnréttismálum til margra ára en að Íslendingar gætu gert betur. Nefndi hann sérstaklega kynbundin launamun í því samhengi en Sigmundur Davíð sagði launamun sem ekki væri hægt að skýra af öðrum ástæðum en kyni vera óásættanlegan.Ísland mun standa fyrir Barbershop-ráðstefnu í öðrum alþjóðastofnunumJafnframt ræddi Sigmundur Davíð um mikilvægi þess að karlmenn tækju þátt í því að ná fram jafnrétti kynjanna. Ræddi hann um Barbershop-ráðstefnuna sem Íslands stóð fyrir í samstarfi við Súrinam á síðasta ári í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann það vera fyrirætlun íslenskra yfirvalda að halda slíkar ráðstefnur innan annarra alþjóðastofnana sem Ísland væri aðili að enda mikilvægt að karlmenn væru þáttakendur í því að ná fram jafnrétti kynjanna. Forsætisráðherra þakkaði einnig UN Women og Kína fyrir að boða til leiðtogafundarins og minna aðildarríki Sameinuðu þjóðanna á skuldbindingar sínar frá Peking ráðstefnunni fyrir 20 árum síðan. Lagði hann áherslu á að framkvæmd skuldbindinga sé það sem þurfi til að ná kynjajafnrétti.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira