Sigmundur Davíð: Kynbundinn launamunur óásættanlegur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2015 20:06 Sigmundur Davíð ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja SÞ í dag. Vísir/GVA „Stjórnmál þurfa á konum að halda, alveg eins og konur þurfa á stjórnmálum að halda. Ekkert samfélag eða lýðræðisríki getur talið sig vera fullkomnlega þróað án jafnrétti kynjanna.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er hann ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í New York. Boðað var til fundarins vegna 20 ára afmælis Peking-yfirlýsingar og framkvæmdaráætlun um réttindi og valdeflingu kvenna. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Sigmundur Davíð hafi verið meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem stýrt hafi fundinum auk þess sem hann flutti ávarp þar sem hann fjallaði um jafnréttismál. Í ávarpi Sigmundar Davíðs kom fram að Ísland hafi verið í fararbroddi í jafnréttismálum til margra ára en að Íslendingar gætu gert betur. Nefndi hann sérstaklega kynbundin launamun í því samhengi en Sigmundur Davíð sagði launamun sem ekki væri hægt að skýra af öðrum ástæðum en kyni vera óásættanlegan.Ísland mun standa fyrir Barbershop-ráðstefnu í öðrum alþjóðastofnunumJafnframt ræddi Sigmundur Davíð um mikilvægi þess að karlmenn tækju þátt í því að ná fram jafnrétti kynjanna. Ræddi hann um Barbershop-ráðstefnuna sem Íslands stóð fyrir í samstarfi við Súrinam á síðasta ári í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann það vera fyrirætlun íslenskra yfirvalda að halda slíkar ráðstefnur innan annarra alþjóðastofnana sem Ísland væri aðili að enda mikilvægt að karlmenn væru þáttakendur í því að ná fram jafnrétti kynjanna. Forsætisráðherra þakkaði einnig UN Women og Kína fyrir að boða til leiðtogafundarins og minna aðildarríki Sameinuðu þjóðanna á skuldbindingar sínar frá Peking ráðstefnunni fyrir 20 árum síðan. Lagði hann áherslu á að framkvæmd skuldbindinga sé það sem þurfi til að ná kynjajafnrétti. Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
„Stjórnmál þurfa á konum að halda, alveg eins og konur þurfa á stjórnmálum að halda. Ekkert samfélag eða lýðræðisríki getur talið sig vera fullkomnlega þróað án jafnrétti kynjanna.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er hann ávarpaði sérstakan leiðtogafund aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í New York. Boðað var til fundarins vegna 20 ára afmælis Peking-yfirlýsingar og framkvæmdaráætlun um réttindi og valdeflingu kvenna. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Sigmundur Davíð hafi verið meðal þeirra þjóðarleiðtoga sem stýrt hafi fundinum auk þess sem hann flutti ávarp þar sem hann fjallaði um jafnréttismál. Í ávarpi Sigmundar Davíðs kom fram að Ísland hafi verið í fararbroddi í jafnréttismálum til margra ára en að Íslendingar gætu gert betur. Nefndi hann sérstaklega kynbundin launamun í því samhengi en Sigmundur Davíð sagði launamun sem ekki væri hægt að skýra af öðrum ástæðum en kyni vera óásættanlegan.Ísland mun standa fyrir Barbershop-ráðstefnu í öðrum alþjóðastofnunumJafnframt ræddi Sigmundur Davíð um mikilvægi þess að karlmenn tækju þátt í því að ná fram jafnrétti kynjanna. Ræddi hann um Barbershop-ráðstefnuna sem Íslands stóð fyrir í samstarfi við Súrinam á síðasta ári í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann það vera fyrirætlun íslenskra yfirvalda að halda slíkar ráðstefnur innan annarra alþjóðastofnana sem Ísland væri aðili að enda mikilvægt að karlmenn væru þáttakendur í því að ná fram jafnrétti kynjanna. Forsætisráðherra þakkaði einnig UN Women og Kína fyrir að boða til leiðtogafundarins og minna aðildarríki Sameinuðu þjóðanna á skuldbindingar sínar frá Peking ráðstefnunni fyrir 20 árum síðan. Lagði hann áherslu á að framkvæmd skuldbindinga sé það sem þurfi til að ná kynjajafnrétti.
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira