Útlit fyrir að ólíkindatólið verði ósköp máttlaust Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2015 23:39 Annað kvöld er síðan von á annar lægð og hvessir þá heldur og bætir í úrkomu vestanlands. Vísir/GVA Von er á lægð til landsins á miklum hraða í nótt sem hefur valdið veðurfræðingum höfuðverki síðustu daga. Veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir greinir frá henni á Facebook-síðunni Veðurlíf í kvöld en þar er lægðin sögð mikið ólíkindatól en nú er þó útlit fyrir að hún verði ósköp máttlaus miðað við spár síðustu daga. Birta Líf segir mesta vindstrenginn lenda austur af landinu og að hann muni láta finna fyrir sér á miðum og djúpum. Mun því verða hvassviðri eða stormur fyrir austan um tíma en Birta Líf segir það markverðasta við þessa lægð að slydda eða jafnvel snjókoma gæti farið að falla í fjöll um tíma. Annað kvöld er síðan von á annar lægð og hvessir þá heldur og bætir í úrkomu vestanlands.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands:Breytileg átt, 8-15 m/s, en gengur í suðvestan og vestan 13-23 m/s í nótt, hvassast SA- og A-til. Rigning og jafnvel slydda eða snjókoma til fjalla.Á morgun:Suðvestan átt yfirleitt 8-15 og skúrir, en léttir heldur til fyrir austan. Gengur í sunnan 13-20 með rigningu vestantil á landinu annað kvöld. Hiti 4 til 11 stig að deginum.Á miðvikudag:Suðvestan 10-18 m/s. Rigning í fyrstu og síðan skúrir, en þurrt og bjart NA- og A-lands. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast NA-til, en svalast á Vestfjörðum.Á fimmtudag:Suðvestan 10-18 og vætusamt, einkum V-lands, en úrkomulítið A-ast. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast A-lands.Á föstudag:Suðvestan 5-13 og skúrir eða rigning með köflum, en þurrt og bjart veður NA-til. Hiti 4 til 10 stig, mildast austast, en líkur á næturfrosti.Á laugardag:Suðvestanátt og skúrir, en þurrt og bjart veður NA-til. Vaxandi austlæg átt seinnipartinn. Hiti 3 til 7 stig, en sums staðar næturfrost.Á sunnudag:Ákveðin austlæg átt og víða rigning. Hiti 3 til 8 stig.Á mánudag:Útlit fyrir milda austan- og suðaustanátt og fremur vætusamt veður.Í nótt kemur lægð að landinu með miklum hraða en hún er mikið ólíkindatól og hefur valdið veðurfræðingum höfuðverk síð...Posted by Veðurlíf on Monday, September 28, 2015 Veður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Von er á lægð til landsins á miklum hraða í nótt sem hefur valdið veðurfræðingum höfuðverki síðustu daga. Veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir greinir frá henni á Facebook-síðunni Veðurlíf í kvöld en þar er lægðin sögð mikið ólíkindatól en nú er þó útlit fyrir að hún verði ósköp máttlaus miðað við spár síðustu daga. Birta Líf segir mesta vindstrenginn lenda austur af landinu og að hann muni láta finna fyrir sér á miðum og djúpum. Mun því verða hvassviðri eða stormur fyrir austan um tíma en Birta Líf segir það markverðasta við þessa lægð að slydda eða jafnvel snjókoma gæti farið að falla í fjöll um tíma. Annað kvöld er síðan von á annar lægð og hvessir þá heldur og bætir í úrkomu vestanlands.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands:Breytileg átt, 8-15 m/s, en gengur í suðvestan og vestan 13-23 m/s í nótt, hvassast SA- og A-til. Rigning og jafnvel slydda eða snjókoma til fjalla.Á morgun:Suðvestan átt yfirleitt 8-15 og skúrir, en léttir heldur til fyrir austan. Gengur í sunnan 13-20 með rigningu vestantil á landinu annað kvöld. Hiti 4 til 11 stig að deginum.Á miðvikudag:Suðvestan 10-18 m/s. Rigning í fyrstu og síðan skúrir, en þurrt og bjart NA- og A-lands. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast NA-til, en svalast á Vestfjörðum.Á fimmtudag:Suðvestan 10-18 og vætusamt, einkum V-lands, en úrkomulítið A-ast. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast A-lands.Á föstudag:Suðvestan 5-13 og skúrir eða rigning með köflum, en þurrt og bjart veður NA-til. Hiti 4 til 10 stig, mildast austast, en líkur á næturfrosti.Á laugardag:Suðvestanátt og skúrir, en þurrt og bjart veður NA-til. Vaxandi austlæg átt seinnipartinn. Hiti 3 til 7 stig, en sums staðar næturfrost.Á sunnudag:Ákveðin austlæg átt og víða rigning. Hiti 3 til 8 stig.Á mánudag:Útlit fyrir milda austan- og suðaustanátt og fremur vætusamt veður.Í nótt kemur lægð að landinu með miklum hraða en hún er mikið ólíkindatól og hefur valdið veðurfræðingum höfuðverk síð...Posted by Veðurlíf on Monday, September 28, 2015
Veður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira