Ekki dugleg við að taka pláss sem afmælisbarn Guðrún Ansnes skrifar 12. september 2015 10:30 Þórunn er stútfull af þakklæti á þessum merku tímamótum og ætlar að njóta sín með fjölskyldunni í dag. Vísir/GVA „Ég ætla að gefa mér svolítið skemmtilega afmælisgjöf í ár, og þar sem ég lofaði sjálfri mér að gefa út lag eftir mig er nú bara komið að því,“ segir stórafmælisbarn dagsins, Þórunn Erna Clausen, söng- og leikkona sem stendur nú á fertugu. Aðspurð um plönin á þessum merku tímamótum segist Þórunn ekki dugleg við að taka mikið pláss sem afmælisbarn en ætla sér að eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar og bregða sér svo af bæ þegar líður á kvöldið, og þá í leikhús. „Mér finnst alltaf voða erfitt að halda afmælisveislur fyrir sjálfa mig. En það er allt annað mál með að halda upp á afmælin fyrir aðra,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég tók mig þó til og þjófstartaði afmælisdeginum um síðustu helgi, og hélt frábært afmælispartí.“ Ekki er laust við að hún sé örlítið ánægð með sig, og þrátt fyrir að veislan hafi verið haldin fyrir hana sjálfa naut hún sín í hvívetna, enda umkringd vinum og vandamönnum, sem sungu hástöfum með henni næturlangt. „Það hefur einhvern veginn verið voða mikið svoleiðis að ég hef verið í vinnu þegar ég á afmæli,“ segir hógværa afmælisbarnið, og segist sennilega muna best eftir þeim afmælisdegi þegar hún skar næstum af sér fingurinn við að taka móti blómum og einhvern tíma fór hún í góða hestaferð. „Svo fannst mér ofsalega gaman þegar ég fékk lag í afmælisgjöf frá manninum mínum heitnum, það var yndisleg afmælisgjöf.“ Segist Þórunn hafa verið lánsöm í lífinu þegar blaðamaður biður hana um að horfa yfir farinn veg í tilefni dagsins. „Ég á yndislega fjölskyldu og hef fengið að upplifa mikla ást, verið lánsöm að fá að vinna við það sem ég elska og upplifað fullt af ævintýrum, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu. En ég hef fengið að elta draumana mína og reynt ansi margt þótt árin séu ekki fleiri en raun ber vitni. Ætli maður verði ekki bara pínu væminn á svona tímamótum?“ segir Þórunn og hlær létt í lokin. Tónlist Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
„Ég ætla að gefa mér svolítið skemmtilega afmælisgjöf í ár, og þar sem ég lofaði sjálfri mér að gefa út lag eftir mig er nú bara komið að því,“ segir stórafmælisbarn dagsins, Þórunn Erna Clausen, söng- og leikkona sem stendur nú á fertugu. Aðspurð um plönin á þessum merku tímamótum segist Þórunn ekki dugleg við að taka mikið pláss sem afmælisbarn en ætla sér að eyða deginum í faðmi fjölskyldunnar og bregða sér svo af bæ þegar líður á kvöldið, og þá í leikhús. „Mér finnst alltaf voða erfitt að halda afmælisveislur fyrir sjálfa mig. En það er allt annað mál með að halda upp á afmælin fyrir aðra,“ útskýrir hún og bætir við: „Ég tók mig þó til og þjófstartaði afmælisdeginum um síðustu helgi, og hélt frábært afmælispartí.“ Ekki er laust við að hún sé örlítið ánægð með sig, og þrátt fyrir að veislan hafi verið haldin fyrir hana sjálfa naut hún sín í hvívetna, enda umkringd vinum og vandamönnum, sem sungu hástöfum með henni næturlangt. „Það hefur einhvern veginn verið voða mikið svoleiðis að ég hef verið í vinnu þegar ég á afmæli,“ segir hógværa afmælisbarnið, og segist sennilega muna best eftir þeim afmælisdegi þegar hún skar næstum af sér fingurinn við að taka móti blómum og einhvern tíma fór hún í góða hestaferð. „Svo fannst mér ofsalega gaman þegar ég fékk lag í afmælisgjöf frá manninum mínum heitnum, það var yndisleg afmælisgjöf.“ Segist Þórunn hafa verið lánsöm í lífinu þegar blaðamaður biður hana um að horfa yfir farinn veg í tilefni dagsins. „Ég á yndislega fjölskyldu og hef fengið að upplifa mikla ást, verið lánsöm að fá að vinna við það sem ég elska og upplifað fullt af ævintýrum, þó auðvitað hafi gengið á ýmsu. En ég hef fengið að elta draumana mína og reynt ansi margt þótt árin séu ekki fleiri en raun ber vitni. Ætli maður verði ekki bara pínu væminn á svona tímamótum?“ segir Þórunn og hlær létt í lokin.
Tónlist Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira