"Eldfjall haturs spúir úr Ráðhúsi Reykjavíkur“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 16. september 2015 16:48 Mynd/Skjáskot Eldfjall haturs spúir úr ráðhúsi Reykjavíkur hefur Ísraelski miðillinn Ynet eftir Emanuel Nachson, embættismanni Ísraelska utanríkisráðuneytisins. Miðlarnir Haaretz og Times of Israel greina einnig frá samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um að fela innkauparáði borgarinnar að móta stefnu sem hefði það að markmiði að sniðganga varning frá Ísrael. Nachson liggur ekki á skoðunum sínum en hann segir að samþykktin sé sprottin út frá hreinræktuðu hatri.Björk VilhelmsdóttirVísir/Vilhelm„Það er engin ástæða eða réttlæting fyrir þessari ákvörðun, fyrir utan við haturinn sjálfan, sem felur í sér að sniðganga Ísrael, ríki gyðinga,“ segir hann. „Við vonum að einhver á Íslandi muni vakna til lífsins og stöðva þessa blindu og einhliða málflutning sem er beint að eina lýðræðisríkinu í Mið-Austurlöndum, Ísrael.“ Borgarstjórn samþykkti í gær tillöguna sem var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. „Ég tel að borgin geti verið með skýr skilaboð um það að borgin muni ekki kaupa vörur af Ísrael á meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á grundvelli kynþáttar og uppruna og múra Palestínumenn inni,“ sagði Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær.Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússonvísir/vilhelmKjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er efins um að tillagan skili tilætluðum árangri en Sjálfstæðisflokkurinn kaus gegn henni. „Mannréttindabrot eru fram af fjölmörgum ríkjum víðs vegar um heim,„ segir hann “Ef borgarfulltrúar kjósa að sniðganga vörur frá einu landi vegna mannréttindabrota þar, hljóta þeir að vera sjálfum sér samkvæmir og beita sér fyrir sams konar sniðgöngu gagnvart öðrum þjóðum þar sem mannréttindabrot eru framin.“ Kjartan segist efins um að viðskiptabönn skili almennt tilætluðum árangri heldur séu frjáls viðskipti besta leiðin til að efla samskipti, efla mannréttindi og skilning ríkja á milli. Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira
Eldfjall haturs spúir úr ráðhúsi Reykjavíkur hefur Ísraelski miðillinn Ynet eftir Emanuel Nachson, embættismanni Ísraelska utanríkisráðuneytisins. Miðlarnir Haaretz og Times of Israel greina einnig frá samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur um að fela innkauparáði borgarinnar að móta stefnu sem hefði það að markmiði að sniðganga varning frá Ísrael. Nachson liggur ekki á skoðunum sínum en hann segir að samþykktin sé sprottin út frá hreinræktuðu hatri.Björk VilhelmsdóttirVísir/Vilhelm„Það er engin ástæða eða réttlæting fyrir þessari ákvörðun, fyrir utan við haturinn sjálfan, sem felur í sér að sniðganga Ísrael, ríki gyðinga,“ segir hann. „Við vonum að einhver á Íslandi muni vakna til lífsins og stöðva þessa blindu og einhliða málflutning sem er beint að eina lýðræðisríkinu í Mið-Austurlöndum, Ísrael.“ Borgarstjórn samþykkti í gær tillöguna sem var síðasta tillaga Bjarkar Vilhelmsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. „Ég tel að borgin geti verið með skýr skilaboð um það að borgin muni ekki kaupa vörur af Ísrael á meðan Ísraelar kúga aðra þjóð á grundvelli kynþáttar og uppruna og múra Palestínumenn inni,“ sagði Björk fyrir afgreiðslu tillögunnar sem var samþykkt á borgarstjórnarfundi í gær.Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússonvísir/vilhelmKjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er efins um að tillagan skili tilætluðum árangri en Sjálfstæðisflokkurinn kaus gegn henni. „Mannréttindabrot eru fram af fjölmörgum ríkjum víðs vegar um heim,„ segir hann “Ef borgarfulltrúar kjósa að sniðganga vörur frá einu landi vegna mannréttindabrota þar, hljóta þeir að vera sjálfum sér samkvæmir og beita sér fyrir sams konar sniðgöngu gagnvart öðrum þjóðum þar sem mannréttindabrot eru framin.“ Kjartan segist efins um að viðskiptabönn skili almennt tilætluðum árangri heldur séu frjáls viðskipti besta leiðin til að efla samskipti, efla mannréttindi og skilning ríkja á milli.
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Sviptir Harris vernd Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Sjá meira