Innlent

Sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Brotin áttu sér stað í Vestmannaeyjum.
Brotin áttu sér stað í Vestmannaeyjum. vísir/óskar
Hæstiréttur staðfesti í dag dómHéraðsdóms Suðurlands þess efnis að karlmaður á fertugsaldri skuli sæta sex mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fimmtán ára systurdóttur eiginkonu sinnar. Að auki var honum gert að greiða stúlkunni 600.000 krónur. Fangelsisdómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.

Brotin áttu sér stað á tæplega tveggja vikna tímabili árið 2012. Maðurinn spurði stúlkuna, í smáskilaboðum og í gegnum Facebook, hvort hún væri í fötum og að ef hún færi úr að ofan þá fengi hún að aka bifreið hans. Maðurinn var leiðbeinandi hennar í æfingaakstri. Nokkur skilaboðanna fylgja hér að neðan.

„Ég nudda þig þá bara í sturtunni.“

„Og ég er mjög glaður, graður átti þetta að vera.“

„Þú ert lítil greddupadda.“

Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekkert benti til annars en að skilaboðin hefðu verið af kynferðislegum toga, ítrekuð og til þess fallin að vekja ótta hjá stúlkunni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ásetningur hans hefði verið einbeittur og hann hafi ekki látið af háttseminni þó hann hafi vitað að brotaþola liði illa út af henni.

Hæstiréttur hafnaði því að ómerkja bæri dóm héraðsdóms á þeim grundvelli að tengsl saksóknara og réttargæslumanns væru óeðlileg en á það var ekki fallist. Taldi dómurinn ekki að nein málsatvik bentu til þess að fyrir væru hendi aðstæður eða atviku sem illu því að óhlutdrægni saksóknarans yrði dregin í efa.

Einn dómari, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi sex mánaða skilorðsbundinn dóm vera of þungan. Vildi hann að maðurinn yrði dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Að auki var manninum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins og þóknun réttargæslumanns brotaþola fyrir Hæstarétti. Þóknun hans til réttargæslumann fyrir héraði var lækkuð. Alls þarf hann að greiða rúmlega 2,2 milljónir króna vegna málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×