Ekkert samráð haft við skólastjóra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. september 2015 07:00 Ekkert samráð var haft við Skólastjórafélag Íslands um ný hæfnispróf. AP Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, er stödd á námskeiði fyrir nýja skólastjórnendur sem haldið er í Borgarnesi í dag og á morgun. Hún segir nýjar fregnir um þróun hæfnisprófa koma sér á óvart. Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnispróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að viðræður stæðu yfir við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla enda breytingarnar umfangsmiklar. „Ég var að lesa þetta í fyrsta skipti í dag. Venjulega höfum við verið kölluð til en ég vissi ekki að þetta væri í farvatninu. Ég veit ekki hvaða skólastjóra hann hefur verið að ræða við, það hefur ekkert samráð verið haft við Skólastjórafélag Íslands og hreinlega ekkert samtal verið um þessi mál,“ segir Svanhildur. Hún kannast ekki við að rætt hafi verið við skólastjóra grunnskóla. „Mér finnst þetta mjög óþægilegt því við höfum ýmsar faglegar skoðanir á þessu máli sem koma að gagni við ákvörðun um þetta mál.“Svanhildur María ÓlafsdóttirEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnispróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfnisprófi,“ sagði Arnór um prófin. Svanhildur telur sérkennilegt að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. „Það er mjög sérkennilegt, því að í framhaldsskólum á að vera nám við hæfi allra nemenda. Rétt eins og á öðrum skólastigum. Og að það skuli vera nokkrir skólar sem geti valið nemendur til sín, af hverju taka þeir ekki bara alla nemendur, á hvaða getustigi sem þeir eru? Við höfum lög, aðalnámsskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla, þar sem ekkert skólastig hefur heimild til að velja sér nemendur að vild.“ Um hæfnisprófin spyr Svanhildur sig af hverju ekki sé hægt að treysta niðurstöðum námsmats úr grunnskóla út frá þeim hæfnisviðmiðum sem eiga að vera að baki bókstafaeinkunnum. „Af hverju ekki að treysta niðurstöðum námsmats út frá þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið hefur sjálft sett, eru viðmiðin þá ekki nothæf?“ Arnór sagði Menntamálastofnun munu skoða samhengi skólaeinkunna og einkunna úr samræmdum prófum bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor. Í því samhengi eigi að kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla. Tengdar fréttir Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, er stödd á námskeiði fyrir nýja skólastjórnendur sem haldið er í Borgarnesi í dag og á morgun. Hún segir nýjar fregnir um þróun hæfnisprófa koma sér á óvart. Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnispróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að viðræður stæðu yfir við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla enda breytingarnar umfangsmiklar. „Ég var að lesa þetta í fyrsta skipti í dag. Venjulega höfum við verið kölluð til en ég vissi ekki að þetta væri í farvatninu. Ég veit ekki hvaða skólastjóra hann hefur verið að ræða við, það hefur ekkert samráð verið haft við Skólastjórafélag Íslands og hreinlega ekkert samtal verið um þessi mál,“ segir Svanhildur. Hún kannast ekki við að rætt hafi verið við skólastjóra grunnskóla. „Mér finnst þetta mjög óþægilegt því við höfum ýmsar faglegar skoðanir á þessu máli sem koma að gagni við ákvörðun um þetta mál.“Svanhildur María ÓlafsdóttirEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnispróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfnisprófi,“ sagði Arnór um prófin. Svanhildur telur sérkennilegt að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. „Það er mjög sérkennilegt, því að í framhaldsskólum á að vera nám við hæfi allra nemenda. Rétt eins og á öðrum skólastigum. Og að það skuli vera nokkrir skólar sem geti valið nemendur til sín, af hverju taka þeir ekki bara alla nemendur, á hvaða getustigi sem þeir eru? Við höfum lög, aðalnámsskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla, þar sem ekkert skólastig hefur heimild til að velja sér nemendur að vild.“ Um hæfnisprófin spyr Svanhildur sig af hverju ekki sé hægt að treysta niðurstöðum námsmats úr grunnskóla út frá þeim hæfnisviðmiðum sem eiga að vera að baki bókstafaeinkunnum. „Af hverju ekki að treysta niðurstöðum námsmats út frá þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið hefur sjálft sett, eru viðmiðin þá ekki nothæf?“ Arnór sagði Menntamálastofnun munu skoða samhengi skólaeinkunna og einkunna úr samræmdum prófum bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor. Í því samhengi eigi að kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla.
Tengdar fréttir Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00