Ekkert samráð haft við skólastjóra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. september 2015 07:00 Ekkert samráð var haft við Skólastjórafélag Íslands um ný hæfnispróf. AP Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, er stödd á námskeiði fyrir nýja skólastjórnendur sem haldið er í Borgarnesi í dag og á morgun. Hún segir nýjar fregnir um þróun hæfnisprófa koma sér á óvart. Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnispróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að viðræður stæðu yfir við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla enda breytingarnar umfangsmiklar. „Ég var að lesa þetta í fyrsta skipti í dag. Venjulega höfum við verið kölluð til en ég vissi ekki að þetta væri í farvatninu. Ég veit ekki hvaða skólastjóra hann hefur verið að ræða við, það hefur ekkert samráð verið haft við Skólastjórafélag Íslands og hreinlega ekkert samtal verið um þessi mál,“ segir Svanhildur. Hún kannast ekki við að rætt hafi verið við skólastjóra grunnskóla. „Mér finnst þetta mjög óþægilegt því við höfum ýmsar faglegar skoðanir á þessu máli sem koma að gagni við ákvörðun um þetta mál.“Svanhildur María ÓlafsdóttirEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnispróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfnisprófi,“ sagði Arnór um prófin. Svanhildur telur sérkennilegt að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. „Það er mjög sérkennilegt, því að í framhaldsskólum á að vera nám við hæfi allra nemenda. Rétt eins og á öðrum skólastigum. Og að það skuli vera nokkrir skólar sem geti valið nemendur til sín, af hverju taka þeir ekki bara alla nemendur, á hvaða getustigi sem þeir eru? Við höfum lög, aðalnámsskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla, þar sem ekkert skólastig hefur heimild til að velja sér nemendur að vild.“ Um hæfnisprófin spyr Svanhildur sig af hverju ekki sé hægt að treysta niðurstöðum námsmats úr grunnskóla út frá þeim hæfnisviðmiðum sem eiga að vera að baki bókstafaeinkunnum. „Af hverju ekki að treysta niðurstöðum námsmats út frá þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið hefur sjálft sett, eru viðmiðin þá ekki nothæf?“ Arnór sagði Menntamálastofnun munu skoða samhengi skólaeinkunna og einkunna úr samræmdum prófum bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor. Í því samhengi eigi að kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla. Tengdar fréttir Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Svanhildur María Ólafsdóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands, er stödd á námskeiði fyrir nýja skólastjórnendur sem haldið er í Borgarnesi í dag og á morgun. Hún segir nýjar fregnir um þróun hæfnisprófa koma sér á óvart. Menntamálastofnun stefnir að því að bjóða nýtt hæfnispróf næsta vor þannig að þeir framhaldsskólar sem það kjósa geti notað það við inntöku. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að viðræður stæðu yfir við skólastjóra grunnskóla og framhaldsskóla enda breytingarnar umfangsmiklar. „Ég var að lesa þetta í fyrsta skipti í dag. Venjulega höfum við verið kölluð til en ég vissi ekki að þetta væri í farvatninu. Ég veit ekki hvaða skólastjóra hann hefur verið að ræða við, það hefur ekkert samráð verið haft við Skólastjórafélag Íslands og hreinlega ekkert samtal verið um þessi mál,“ segir Svanhildur. Hún kannast ekki við að rætt hafi verið við skólastjóra grunnskóla. „Mér finnst þetta mjög óþægilegt því við höfum ýmsar faglegar skoðanir á þessu máli sem koma að gagni við ákvörðun um þetta mál.“Svanhildur María ÓlafsdóttirEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. „Framhaldsskólar geta ákveðið fyrirkomulag sinnar inntöku og hvort þeir styðjist við hæfnispróf eða ekki en þau eru ekki hugsuð sem inntökupróf. Allir nemendur eiga rétt á framhaldsskólavist hver svo sem niðurstaða þeirra verður á hæfnisprófi,“ sagði Arnór um prófin. Svanhildur telur sérkennilegt að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. „Það er mjög sérkennilegt, því að í framhaldsskólum á að vera nám við hæfi allra nemenda. Rétt eins og á öðrum skólastigum. Og að það skuli vera nokkrir skólar sem geti valið nemendur til sín, af hverju taka þeir ekki bara alla nemendur, á hvaða getustigi sem þeir eru? Við höfum lög, aðalnámsskrá leik-, grunn- og framhaldsskóla, þar sem ekkert skólastig hefur heimild til að velja sér nemendur að vild.“ Um hæfnisprófin spyr Svanhildur sig af hverju ekki sé hægt að treysta niðurstöðum námsmats úr grunnskóla út frá þeim hæfnisviðmiðum sem eiga að vera að baki bókstafaeinkunnum. „Af hverju ekki að treysta niðurstöðum námsmats út frá þeim viðmiðum sem menntamálaráðuneytið hefur sjálft sett, eru viðmiðin þá ekki nothæf?“ Arnór sagði Menntamálastofnun munu skoða samhengi skólaeinkunna og einkunna úr samræmdum prófum bæði aftur í tímann og í tengslum við skólaeinkunnir næsta vor. Í því samhengi eigi að kanna hvort mikil frávik séu í einkunnagjöf skóla.
Tengdar fréttir Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00