Innlent

Stuðningsmenn stjórnarflokkanna vilja mun færri flóttamenn en aðrir

Atli Ísleifsson skrifar
17 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ekki vilja taka á móti neinum flóttamönnum.
17 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ekki vilja taka á móti neinum flóttamönnum. Vísir/EPA
Þeir sem styðja Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn vilja taka á móti mun færri flóttamönnum en stuðningsmenn annarra flokka. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup sem RÚV greindi frá í kvöld.

Þegar fólk var spurt hvað það telji hæfilegt að íslensk stjórnvöld taki á móti mörgum kvótaflóttamönnum á næstu tveimur árum var meðaltalið um 1.040 kvótaflóttamenn og miðgildið 150.

17 prósent af þeim sem tóku afstöðu sögðust ekki vilja taka á móti neinum flóttamönnum. 14 prósent sögðust vilja taka á móti 1 til 50 flóttamönnum, 16 prósent 51 til 100 flóttamönnum. 11 prósent 101 til 200 flóttamönnum, 17 prósent 201 til 500 flóttamönnum, 10 prósent 501 til 1.000 flóttamönnum, 11 prósent 1.001 til 5.000 flóttamönnum og tvö prósent fleiri en 5.000 flóttamönnum.

Sé litið til afstöðu til stjórnmálaflokka sögðust þeir sem styðja Framsóknarflokkinn að meðaltali vilja taka á móti 169 flóttamönnum. Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks sögðust að meðaltali vilja taka á móti 212 flóttamönnum. Meðaltal stuðningsmanna Samfylkingarinnar var 1.164, Vinstri-grænna 1.571, Bjartrar framtíðar 2.349 og Pírata 1.733.

Nánar má fræðast um könnuna á vef RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×