Lífið

Gefa vinnu sína til styrktar börnum frá Sýrlandi

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Hljómsveitirnar koma allar fram til þess að styðja baráttu UNICEF.
Hljómsveitirnar koma allar fram til þess að styðja baráttu UNICEF. Fréttablaðið/Pjetur
Dj flugvél og geimskip, FM Belfast, Agent Fresco, Mammút og fleiri koma fram. Allt tónlistarfólkið gefur vinnu sína og KEX útvegar aðstöðuna og við kunnum þeim bestu þakkir fyrir,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Samtökin standa fyrir tónleikum til stuðnings baráttunni fyrir börn á flótta frá Sýrlandi. Tónleikarnir standa frá 15.30 í dag, laugardag, og verða ef veður leyfir í portinu á Kexi Hosteli.

„Það er líka mikilvægt að sýna samstöðu og láta sig þessi mál varða. Öll börn eiga rétt á vernd,“ segir Bergsteinn.

„Afleiðingarnar af því stríði sem staðið hefur yfir í Sýrlandi síðustu fjögur ár eru skelfilegar: Helmingur þjóðarinnar hefur þurft að flýja að heiman og meira en helmingur flóttafólksins er börn. Það er veruleiki málsins og hann er mjög grimmur.“

Miðaverð er 2.500 krónur og allur aðgangseyrir fer í neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn frá Sýrlandi. Frítt er fyrir börn tólf ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×