Ungfrú Ísland í 65. skipti Guðrún Ansnes skrifar 5. september 2015 08:30 Tanja Ýr sigraði keppnina árið 2013 og mun krýna stúlkuna sem hlýtur titilinn í ár. Ungfrú Ísland verður valin í 65. skiptið í kvöld í Hörpu, þar sem tuttugu stúlkur keppa. Fréttablaðið fékk nokkrar drottninganna til að líta um öxl.Ég sé ekki eftir neinu Tanja Ýr Ástþórsdóttir Ungfrú Ísland 2013, eigandi Tanja Lashes „Þegar ég vann tók líf mitt u-beygju í góða átt. Það er svo oft sem maður ætlar sér eitthvað í framtíðinni en þegar maður er kominn á ákveðinn stað er maður ekki ánægður með það en þetta varð til þess að ég vissi meira hvað ég vildi gera í lífinu. Ég stofnaði Góðgerðarnefnd í HR og hélt Góðgerðarviku þar sem við söfnuðum peningum fyrir Umhyggju. Góðgerðarvikan er orðin árlegur viðburður. Þegar ég keppti þá var þetta gaman en kannski ekki alveg í takt við tímann eins og núna. Ég sagði við sjálfa mig þegar ég vann að ég skyldi gera allt sem ég gæti gert í staðinn fyrir að sjá eftir einhverju þegar ég krýndi næstu. Ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki sem gengur vel. Þú ferð út fyrir þægindaramman og finnur að sumir hlutir eru ekki fyrir þig og sumir eru algjörlega fyrir þig. Ég fann og kynntist sjálfri mér betur. Ég sé ekki eftir neinu.“Vísir/GVAÁkveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir ungfrú Ísland 2001, framkvæmdastjóri Forvarna ehf.„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, og þó að þetta sé orðið að klisju, þá eignaðist ég mikið af vinkonum þarna sem eru mínar bestu vinkonur í dag. Það er ákveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt. Að vissu leyti opnar þetta á tækifæri, þótt ég hafi kannski ekki nýtt þau sjálf. Ég hugsa að ég myndi fara í gegnum þetta allt aftur ef ég færi aftur í tímann og fengi tækifæri á að vera með.“Vísir/JóhannEyddi miklum tíma í að sanna að ég væri líka klár Bryndís Schram ungfrú Ísland 1957„Ég reyndi lengi vel að gleyma þessari reynslu, enda sá ég strax eftir að hafa tekið þátt. Þegar ég var krýnd fékk ég samstundis ógeð á sjálfri mér, var ekki stolt og fannst ég hafa niðurlægt mig. Fyrir mér upphófst ákveðin barátta, því þegar maður er talinn fallegur er maður í beinu framhaldi stimplaður, og ég eyddi miklum tíma í að sanna fyrir öllum að ég væri líka klár. „Hún getur talað,“ sögðu margir og supu hveljur, því það var gefið að falleg stelpa væri vitlaus. Ef mér byðist að fara aftur í tímann og taka þátt, vitandi það sem ég veit núna, hefði ég aldrei tekið þátt. En mér finnst samt ekki rétt að banna neinum að taka þátt.“Vísir/HariÁ heildina litið er ég sátt með þessa reynsluHugrún Harðardóttir ungfrú Ísland 2004, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur. „Ég upplifi svolítið blendnar tilfinningar þegar ég horfi til baka, en sé á heildina litið er ég sátt með þessa reynslu. Satt að segja veit ég samt ekki hvort ég myndi senda dóttur mína í svona keppni. Þetta er ekkert annað en prinsessuleikur, og hann getur verið skemmtilegur fyrir stelpulegar stelpur að taka þátt í. Þannig held ég að erfitt sé að segja hvort svona keppni sé jákvæð eða neikvæð, þetta veltur allt á persónuleika hverrar og einnar.“ Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Sjá meira
Ungfrú Ísland verður valin í 65. skiptið í kvöld í Hörpu, þar sem tuttugu stúlkur keppa. Fréttablaðið fékk nokkrar drottninganna til að líta um öxl.Ég sé ekki eftir neinu Tanja Ýr Ástþórsdóttir Ungfrú Ísland 2013, eigandi Tanja Lashes „Þegar ég vann tók líf mitt u-beygju í góða átt. Það er svo oft sem maður ætlar sér eitthvað í framtíðinni en þegar maður er kominn á ákveðinn stað er maður ekki ánægður með það en þetta varð til þess að ég vissi meira hvað ég vildi gera í lífinu. Ég stofnaði Góðgerðarnefnd í HR og hélt Góðgerðarviku þar sem við söfnuðum peningum fyrir Umhyggju. Góðgerðarvikan er orðin árlegur viðburður. Þegar ég keppti þá var þetta gaman en kannski ekki alveg í takt við tímann eins og núna. Ég sagði við sjálfa mig þegar ég vann að ég skyldi gera allt sem ég gæti gert í staðinn fyrir að sjá eftir einhverju þegar ég krýndi næstu. Ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki sem gengur vel. Þú ferð út fyrir þægindaramman og finnur að sumir hlutir eru ekki fyrir þig og sumir eru algjörlega fyrir þig. Ég fann og kynntist sjálfri mér betur. Ég sé ekki eftir neinu.“Vísir/GVAÁkveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir ungfrú Ísland 2001, framkvæmdastjóri Forvarna ehf.„Þetta var virkilega skemmtilegur tími, og þó að þetta sé orðið að klisju, þá eignaðist ég mikið af vinkonum þarna sem eru mínar bestu vinkonur í dag. Það er ákveðið þroskaferli fólgið í að taka þátt. Að vissu leyti opnar þetta á tækifæri, þótt ég hafi kannski ekki nýtt þau sjálf. Ég hugsa að ég myndi fara í gegnum þetta allt aftur ef ég færi aftur í tímann og fengi tækifæri á að vera með.“Vísir/JóhannEyddi miklum tíma í að sanna að ég væri líka klár Bryndís Schram ungfrú Ísland 1957„Ég reyndi lengi vel að gleyma þessari reynslu, enda sá ég strax eftir að hafa tekið þátt. Þegar ég var krýnd fékk ég samstundis ógeð á sjálfri mér, var ekki stolt og fannst ég hafa niðurlægt mig. Fyrir mér upphófst ákveðin barátta, því þegar maður er talinn fallegur er maður í beinu framhaldi stimplaður, og ég eyddi miklum tíma í að sanna fyrir öllum að ég væri líka klár. „Hún getur talað,“ sögðu margir og supu hveljur, því það var gefið að falleg stelpa væri vitlaus. Ef mér byðist að fara aftur í tímann og taka þátt, vitandi það sem ég veit núna, hefði ég aldrei tekið þátt. En mér finnst samt ekki rétt að banna neinum að taka þátt.“Vísir/HariÁ heildina litið er ég sátt með þessa reynsluHugrún Harðardóttir ungfrú Ísland 2004, eigandi hárgreiðslustofunnar Barbarellu coiffeur. „Ég upplifi svolítið blendnar tilfinningar þegar ég horfi til baka, en sé á heildina litið er ég sátt með þessa reynslu. Satt að segja veit ég samt ekki hvort ég myndi senda dóttur mína í svona keppni. Þetta er ekkert annað en prinsessuleikur, og hann getur verið skemmtilegur fyrir stelpulegar stelpur að taka þátt í. Þannig held ég að erfitt sé að segja hvort svona keppni sé jákvæð eða neikvæð, þetta veltur allt á persónuleika hverrar og einnar.“
Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Fleiri fréttir Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Sjá meira