Innlent

Hálfur milljarður gegn launamuni kynjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Jafnréttissjóði Íslands er meðal annars. ætlað að „hvetja konur til forustu og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu og auðvelda þeim að koma á fót fyrirtækjum, efla stöðu kvenna í þróunarlöndum og stuðla að aukinni þekkingu hérlendis á stöðu þeirra“
Jafnréttissjóði Íslands er meðal annars. ætlað að „hvetja konur til forustu og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu og auðvelda þeim að koma á fót fyrirtækjum, efla stöðu kvenna í þróunarlöndum og stuðla að aukinni þekkingu hérlendis á stöðu þeirra“ Vísir/Getty
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að veita hálfum milljarði króna á næstu fimm árum, vegna stofnunar Jafnréttissjóðs Íslands. Honum er ætlað að fjármagna eða styrkja verkefni sem eiga að vinna gegn launamun kynjanna og efla almennt jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í atvinnulífinu.

Alþingi ályktaði að stofna umræddan sjóð vegna hundrað ára afmælis kosningaréttar kvenna, þann 19. júní síðastliðinn. Sjóðurinn mun starfa í fimm ár.

Jafnréttissjóði Íslands er ætlað að „hvetja konur til forustu og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu og auðvelda þeim að koma á fót fyrirtækjum, efla stöðu kvenna í þróunarlöndum og stuðla að aukinni þekkingu hérlendis á stöðu þeirra, vinna gegn kynbundnu ofbeldi, s.s. kynferðislegu ofbeldi og heimilisofbeldi, þróunarverkefni í skólakerfinu sem er ætlað að stuðla að sterkri og jákvæðri sjálfsmynd pilta og stúlkna, svo sem með aukinni fræðslu í kynjafræði, hvetja ungt fólk til aukinnar þátttöku í stjórnmálastarfi og stuðla að aukinni kosningaþátttöku þess og styrkja rannsóknarverkefni sem eru til þess fallin að varpa ljósi á stöðu kvenna jafnt í samtíð sem fortíð.“

Þar að auki mun Jafnréttissjóður Íslands taka við rannsóknarverkefnum Jafnréttissjóðs. Lagt er til að framlag til síðarnefnda sjóðsins falli niður næstu fimm árin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×