Innlent

Herjólfur getur ekki siglt til Landeyjahafnar

Gissur Sigurðsson skrifar
Síðasta ferð Herjólfs til Landeyjahafnar í gær var felld niður vegna ölduhæðar.
Síðasta ferð Herjólfs til Landeyjahafnar í gær var felld niður vegna ölduhæðar. vísir/óskar p. friðriksson
Síðasta ferð Herjólfs til Landeyjahafnar var felld niður í gær vegna ölduhæðar við Landeyjahöfn, sem var komin upp í 3,3 metra í gærkvöldi, sem er langt yfir mörkum. 

Þess vegna  mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar í dag og er útlit fyrir   svo verði einnig á morgun, að  minnsta kosti .

Annars er spáð stormi á sjö af 17 spásvæðum á hafsvæðinu umhverfis landið og eru fá skip á sjó,eða aðeins þau stærstu. Ekki er vitað til að neitt þeirra hafi orðið fyrir áföllum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×