Innlent

Árangurslaus samningafundur

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðlimir SFR, Sjúkraliðsfélag Íslands og Landssamband lögreglumanna hafa verið samningslausir í meira en hálft ár.
Meðlimir SFR, Sjúkraliðsfélag Íslands og Landssamband lögreglumanna hafa verið samningslausir í meira en hálft ár. Vísir/Vilhelm
Fundi SFR, Sjúkraliðsfélags Íslands og Landssambands lögreglumanna við Samninganefnd ríkisins lauk nú í dag, án árangurs. Kjaraviðræður félaganna hafa nú staðið yfir °um nokkurt skeið og hafa verið haldnir sjö fundir. Ekki var boðað til nýs fundar í dag.

Í tilkynningu frá Sjúkraliðafélagi Íslands segir að samninganefndin hafi ekki sýnt neinn vilja til að ræða kröfur félaganna þriggja. Þær kröfur eru sagðar byggja á þeim kjarasamningum sem ríkið hafi þegar gert við starfsmenn sína og niðurstöðum gerðadóms.

„Félögin munu nú þegar snúa sér til félagsmanna sinna til þess að ákvarða næstu skref. Staðan í kjaradeilunni er því grafalvarleg,“ segir í tilkynningunni.

Á vef BSRB segir að flestir félagsmenn BSRB og aðildarfélaga hafi verið samningslausir í rúmlega hálft ár og að samninganefndin hafi ekki sýnt raunverulegan vilja til að klára samningana.

„Sameiginleg samninganefnd SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna hefur gert ríkinu ljóst að koma verði til móts við ríkisstarfsmenn umræddra félaga með sama hætti og þá hópa sem nýlega fengu launahækkanir með niðurstöðu Gerðardóms. Eftir fundinn í dag er liggur ljóst fyrir að ríkið ætlar sér ekki að koma til móts við þessar kröfur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×