Innlent

Akureyrarbær óskar eftir að taka á móti flóttamönnum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Akureyrarbær hefur áður tekið á móti innflytjendum.
Akureyrarbær hefur áður tekið á móti innflytjendum. Vísir/Petur Sigurðsson
Akureyrarbær hefur í hyggju að að taka á móti hluta af þeim 50 flóttamönnum sem íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir að tekið verði á móti á þessu og næsta ári. Velferðarráðherra hefur lýst yfir ánægju með þetta frumkvæði Akureyrarbæjar.

„Fullur vilji er hjá Akureyrarbæ að leggja sitt lóð á vogarskálarnar og greiða fyrir því að flóttamönnum verði sköpuð ný tækifæri og góð lífsskilyrði,“ segir í tilkynningu frá Akureyrarbæ sem birtist á vefsíðu sveitarfélagsins.

Akureyrarbær hefur áður tekið á móti flóttamönnum en árið 2003 komu 23 flóttamenn frá ríkjum fyrrum Júgóslavíu og búa allar fjölskyldurnar ennþá á Akureyri. Samkvæmt nýrri rannsókn sem unnin var á vegum Háskólans á Akureyri kemur fram að innflytjendum á Akureyri líði mjög vel og að stuðningur við þá sé góður.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra fagnar frumvæði Akureyringa og telur sveitarfélagið þegar hafa sýnt að það sé vel í stakk búið til að sinna slíku verkefni með sóma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×