Lífið

Vatnsbyssur, smokkar og ostborgarar

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Bræðurnir í hljómsveitinni Rae Sremmurd ætla væntan­lega að láta seðlum rigna í Laugardalshöll á fimmtudaginn, þegar þeir troða upp. Þegar þeir troða upp biðja þeir yfirleitt um 300 Bandaríkjadali í eins dollara seðlum. Bræðurnir eru með forvitnilegar og óvenjulegar kröfur á listanum sem þeir senda tónleikahöldurum. Á listanum er skemmtileg blanda af hollri fæðu og óhollustu, allt frá ávöxtum til ostborgara, með vænum skammti af sykruðu morgunkorni og kökum.

Tónleikar bræðranna fara framm næstkomandi fimmtudag og mun landslið tónlistarmanna hita upp fyrir þá. Má þar nefna Retro Stefsson, Hermigervil, Friðrik Dór og Gísla Pálma. Af því tilefni fór Friðrik Dór í smá rúnt um bæinn og bauð þeim sem hann rakst á að vinna sér inn miða á tónleikana.

Hér fyrir neðan má sjá það sem bræðurnir biðja yfirleitt um á tónleikaferðalögum sínum og að ofan má sjá Frikrik Dór á rúntinum..

Matur

l Tuttugu og fjórir kjúklingavængir

l Pasta

l Kartöflur

l Brokkólí

l Krydduð hrísgrjón

l Baunir

l Spicy Crunch taco-skeljar frá Dorito's

l Súkkulaðibitakökur

l Ávaxtabakki

l Ferskur ananas

l Ostborgarar (bæði nautakjöt og kalkúnakjöt)

l Fruit Loops- og Trix-morgunkorn

l Honey Buns

l Núðlur

Drykkir

l Tólf flöskur af Fiji-vatni

l Tuttugu og fjórar flöskur af alls kyns safa

l Tvær flöskur af Ace of Spades-kampavíni

l Tvær flöskur af Moët & Chandon-kampavíni

l Ein flaska af Hennessy-koníaki

l Ein flaska af Chiroc með ferskjubragði

l Tólf dósir af Red Bull

Annað

l Óopnuð hnífapör fyrir fimm manns

l 300 dollarar í eins dals seðlum

l Litlar Super Soaker-vatnsbyssur

l Strandboltar

l Tvö iPhone-hleðslutæki

l Fjórir tannburstar

l Crest-tannkrem

l Dove Body Wash sápa

l Pakki af Axe-svitalyktareyði

l Stór pakki af Magnum-smokkum

l Pakki af BIC-kveikjurum


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×