Tíu milljónir króna í sektir: „Þetta eru vonbrigði“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2015 15:38 Um þúsund manns fengu sektir um helgina. Myndin er úr safni. Vísir/Pjetur Um tíu starfsmenn Bílastæðasjóðs höfðu nóg að gera við að skrifa sektir vegna stöðubrota í tengslum við Menningarnótt. Sektirnar urðu á endanum rúmlega þúsund sem er á pari við síðastliðin ár. „Þetta eru vonbrigði,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Brotin séu að vísu um fimmtíu færri en í fyrra en það megi þess vegna rekja til rigningarinnar. Munstrið sé nákvæmlega það sama og í fyrra.Vísir ræddi við tvo starfsmenn sjóðsins í Laugardal á föstudaginn. Þeir áttu von á annasamri helgi og spáðu um þúsund sektum. Sú varð raunin. Áberandi margir lögðu ólöglega á grasbalanum hjá BSÍ og vestur að Háskóla Íslands. Sömuleiðis í vesturbænum og austan lokana við Snorrabraut.Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.Tíu milljónir í kassann Sekt fyrir stöðubrot var nýlega hækkuð í tíu þúsund krónur. Sektargreiðslurnar nema því í heild sinni í kringum tíu milljónum króna en sektin lækkar í 8900 krónur sé greitt innan þriggja virkra daga. Kolbrún segir um vonbrigði að ræða í ljósi þess hve lokanir í bænum voru vel kynntar. Lögreglan kynnti lokanir og sömuleiðis var þeim gerð góð skil í fjölmiðlum. Engu að síður eru sektirnar á pari við það sem er í fyrra. „Markmiðið okkar var að daga úr þessu,“ segir Kolbrún. Sami fjöldi hafi staðið vaktina fyrir hönd Bílastæðasjóðs og því megi ekki rekja sektirnar til aukins fjölda starfsmanna hjá sjóðnum.Ökumaður þessa bíls fékk sekt í Laugardalnum á föstudaginn.Vísir/KTD„Maður getur lengi vonað“ Sektirnar hafi verið skrifaðar allt frá morgni þegar hlauparar byrjuðu að tínast í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við maraþonið. Stríður straumur fólks var í bæinn langt fram eftir kvöldi en hátíðin náði hámarki klukkan 23 með flugeldasýningu. Þrátt fyrir mikinn fjölda sekta segir Kolbrún ekki hafa heyrt af ósáttum ökumönnum vegna sektanna. Í einu tilfelli hafi farþegi í bíl hraunað yfir starfsmann sem var við störf. Í ljósi þess að stöðubrotum virðist ekki fækka á milli ára virðist ætla að taka borgarbúa og nærsveitunga tíma að átta sig á því hvar má leggja í Reykjavík á Menningarnótt. Kolbrún segist aðeins geta sagt eins og Árni Friðleifsson, kollegi hennar hjá lögreglunni: „Maður getur lengi vonað.“ Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Um tíu starfsmenn Bílastæðasjóðs höfðu nóg að gera við að skrifa sektir vegna stöðubrota í tengslum við Menningarnótt. Sektirnar urðu á endanum rúmlega þúsund sem er á pari við síðastliðin ár. „Þetta eru vonbrigði,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Brotin séu að vísu um fimmtíu færri en í fyrra en það megi þess vegna rekja til rigningarinnar. Munstrið sé nákvæmlega það sama og í fyrra.Vísir ræddi við tvo starfsmenn sjóðsins í Laugardal á föstudaginn. Þeir áttu von á annasamri helgi og spáðu um þúsund sektum. Sú varð raunin. Áberandi margir lögðu ólöglega á grasbalanum hjá BSÍ og vestur að Háskóla Íslands. Sömuleiðis í vesturbænum og austan lokana við Snorrabraut.Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs.Tíu milljónir í kassann Sekt fyrir stöðubrot var nýlega hækkuð í tíu þúsund krónur. Sektargreiðslurnar nema því í heild sinni í kringum tíu milljónum króna en sektin lækkar í 8900 krónur sé greitt innan þriggja virkra daga. Kolbrún segir um vonbrigði að ræða í ljósi þess hve lokanir í bænum voru vel kynntar. Lögreglan kynnti lokanir og sömuleiðis var þeim gerð góð skil í fjölmiðlum. Engu að síður eru sektirnar á pari við það sem er í fyrra. „Markmiðið okkar var að daga úr þessu,“ segir Kolbrún. Sami fjöldi hafi staðið vaktina fyrir hönd Bílastæðasjóðs og því megi ekki rekja sektirnar til aukins fjölda starfsmanna hjá sjóðnum.Ökumaður þessa bíls fékk sekt í Laugardalnum á föstudaginn.Vísir/KTD„Maður getur lengi vonað“ Sektirnar hafi verið skrifaðar allt frá morgni þegar hlauparar byrjuðu að tínast í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við maraþonið. Stríður straumur fólks var í bæinn langt fram eftir kvöldi en hátíðin náði hámarki klukkan 23 með flugeldasýningu. Þrátt fyrir mikinn fjölda sekta segir Kolbrún ekki hafa heyrt af ósáttum ökumönnum vegna sektanna. Í einu tilfelli hafi farþegi í bíl hraunað yfir starfsmann sem var við störf. Í ljósi þess að stöðubrotum virðist ekki fækka á milli ára virðist ætla að taka borgarbúa og nærsveitunga tíma að átta sig á því hvar má leggja í Reykjavík á Menningarnótt. Kolbrún segist aðeins geta sagt eins og Árni Friðleifsson, kollegi hennar hjá lögreglunni: „Maður getur lengi vonað.“
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira