Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 14:43 Frá vatnavöxtunum á Siglufirði í gær. mynd/andri freyr sveinsson Samráðshópur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kallaði eftir að kæmi saman vegna mikilla vatnavaxta á Norðurlandi og Ströndum í vikunni kom saman í hádeginu í dag. Fulltrúar frá forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti funduðu ásamt veðurstofustjóra, vegamálastjóra og forstjóra viðlagatryggingar. „Málið kemur strax inn á borð viðlagatryggingar og það fóru þrír fulltrúar frá þeim norður strax í gær. Þetta snýst um að meta tjónið sem varð,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann segir fundinn í hádeginu hafa snúist um að samræma viðbrögð þeirra sem að málinu koma. „Þó að tjónið sé mikið þá er ljóst að það er engin bráðahætta. Það er svo stefnt á annan fund á mánudaginn þar sem staðan verður tekin aftur.“ Páll Kristjánsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Akureyri, segir ekki ljóst á þessari stundu hve mikið tjón stofnunarinnar sé í krónum talið vegna úrhellisins. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að því hreinsa veginn sitthvoru megin við Strákagöng. „Þetta er margra daga vinna að hreinsa þetta upp. Það er alveg gríðarlegt magn af efnum sem hefur komið niður með þessu,“ segir Páll. Hann segist vonast til að hægt verði að opna vegina eftir helgi þó að ekki sé öruggt að það takist. Þá bíði jafnframt feiknavinna starfsmannanna utan vega. Það geti því tekið meira en viku að koma vegunum í samt lag á ný. Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði Allir starfsmenn Fjallabyggðar nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. 28. ágúst 2015 14:22 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Samráðshópur sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, kallaði eftir að kæmi saman vegna mikilla vatnavaxta á Norðurlandi og Ströndum í vikunni kom saman í hádeginu í dag. Fulltrúar frá forsætisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, innanríkisráðuneyti og umhverfisráðuneyti funduðu ásamt veðurstofustjóra, vegamálastjóra og forstjóra viðlagatryggingar. „Málið kemur strax inn á borð viðlagatryggingar og það fóru þrír fulltrúar frá þeim norður strax í gær. Þetta snýst um að meta tjónið sem varð,“ segir Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Hann segir fundinn í hádeginu hafa snúist um að samræma viðbrögð þeirra sem að málinu koma. „Þó að tjónið sé mikið þá er ljóst að það er engin bráðahætta. Það er svo stefnt á annan fund á mánudaginn þar sem staðan verður tekin aftur.“ Páll Kristjánsson, starfsmaður Vegagerðarinnar á Akureyri, segir ekki ljóst á þessari stundu hve mikið tjón stofnunarinnar sé í krónum talið vegna úrhellisins. Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að því hreinsa veginn sitthvoru megin við Strákagöng. „Þetta er margra daga vinna að hreinsa þetta upp. Það er alveg gríðarlegt magn af efnum sem hefur komið niður með þessu,“ segir Páll. Hann segist vonast til að hægt verði að opna vegina eftir helgi þó að ekki sé öruggt að það takist. Þá bíði jafnframt feiknavinna starfsmannanna utan vega. Það geti því tekið meira en viku að koma vegunum í samt lag á ný.
Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði Allir starfsmenn Fjallabyggðar nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. 28. ágúst 2015 14:22 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59
Viðbragðshópur kallaður saman vegna vatnavaxta í Fjallabyggð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, hefur óskað eftir því að viðbragðshópur verði kallaður saman vegna ástandsins sem skapast hefur í Fjallabyggð undanfarna daga vegna óvenju mikillar úrkomu. 28. ágúst 2015 19:24
Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27
Allt á floti og Hólavegur farinn í sundur á Siglufirði Allir starfsmenn Fjallabyggðar nú vinna að því að lágmarka tjónið vegna úrhellsins og flóðanna. 28. ágúst 2015 14:22