Langur brotaferill mannsins: Fíkniefnalagabrot, hótanir og skothríð á Reykhólum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 10:21 Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi. Vísir Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt heitir Benedikt Bragason og á að baki langan brotaferil. Hann var handtekinn á heimili móður sinnar, vopnaður golfkylfu og hníf, um eittleytið í nótt. Hann var síðast dæmdur til fangelsisvistar vegna brots gegn valdstjórninni í mars síðastliðnum. Hann hafði í nóvember 2013 ítrekað hótað þremur lögreglumönnum lífláti eftir að hafa verið handtekinn auk þess sem hann hótaði einum þeirra líkamsmeiðingum með því að segja: „Ég skal brjóta á þér andlitið.“ Með broti sínu rauf Benedikt reynslulausn en hann átti eftir tæplega átta mánuði af refsingu eftir fíkniefnalagabrot. Vegna þessa dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann til tíu mánaða fangelsisvistar.Sjá einnig: Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Auk þessa nýjasta dóms hefur Benedikt, sem fæddur er árið 1970, þrettán sinnum áður fengið á sig dóm frá árinu 1998. Þar á meðal fyrir brot á fíkniefnalögum, umferðarlögum og gegn valdstjórninni. Benedikt var handtekinn um eittleytið í nótt eftir að lögreglu barst tilkynning klukkan tíu um hávaða úr íbúð hans. Þegar lögreglu bar að garði brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í ljós hefur komið að hann var í raun vopnaður golfkylfu og hnífi. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar. Í dóminum frá því í mars kemur fram að Benedikt eigi við áfengisvanda að stríða.Sjá einnig: Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra „Þá lagði ákærði fram læknisvottorð þar sem fram kom að ákærði ætti við áfengissjúkdóm að stríða og í tengslum við þann sjúkdóm brygðist hann stundum við áreiti með ofsareiði, sem væri ekki í eðli hans. Sé hann nú að reyna að ná stjórn á sjúkdómi sínum með stuðningi AA-samtakanna og sé nú fyrst sjálfur orðinn meðvitaður um þann sjúkdóm. Einnig var lagt fram vottorð frá trúnaðarmanni ákærða þar sem fram kemur að ákærði sé nú í 12 spora kerfi AA-samtakanna og hafi sýnt mikinn dugnað í þeirri vinnu að halda sjúkdóminum niðri,“ segir í dóminum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Benedikt í annarlegu ástandi í gærkvöldi. Skaut úr haglabyssu á Reykhólum Benedikt var vistaður á geðdeild eftir að hafa verið handtekinn á Reykhólum í lok júlí árið 2004. Þá hafði hann skotið að minnsta kosti tíu skotum úr haglabyssu að nokkrum íbúðarhúsum, bíl og plastbát á Reykhólum. Hann var auk haglabyssunnar vopnaður riffli. „Maðurinn var ekki í andlegu jafnvægi þegar atburðurinn átti sér stað,“ segir í frétt Vísis frá því í ágúst árið 2004. Talsverða athygli vakti þegar atburðurinn átti sér stað að um tíu tíma tók fyrir lögreglu að koma á staðinn eftir að tilkynning barst um skothríðina. Í aðgerðum lögreglu í kjölfarið fundust um 170 kannabisplöntur á dvalarstað Benedikts í Reykjavík.Sjá einnig: Prestssonur gekk berserksgangFlutti inn sterkt kókaín, blandaði og seldi Benedikt var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa í lok árs 2007 flutt inn til landsins allt að 700 grömm af kókaíni „með miklum efnastyrkleika,“ að því er segir í dómi frá árinu 2008. Efnin voru ætluð til sölu og náði Benedikt að selja efni fyrir allt að 800 þúsund krónur áður en hann var handtekinn í janúar árið 2008. Hafði hann þá drýgt kókaínið með blöndun og selt og afhent allt að 300 grömm af efninu til ótiltekins fjölda fíkniefnakaupenda. Við húsleit í janúar fundust 580 grömm af kókaíni. Þá fannst í íbúð hans rafmagnsvopn og var hann því dæmdur vegna vopnalagabrota. Árið 2010 var Benedikt dæmdur í skilorðsbundna refsingu til fimm ára í Austurríki vegna tilraunar til mótspyrnu gegn valdstjórninni. Þá var hann árið 2011 dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn ýmsum ákvæðum umferðarlaga. Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23 Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Sjá meira
Maðurinn sem handtekinn var af lögreglu við Vellina í Hafnarfirði í nótt heitir Benedikt Bragason og á að baki langan brotaferil. Hann var handtekinn á heimili móður sinnar, vopnaður golfkylfu og hníf, um eittleytið í nótt. Hann var síðast dæmdur til fangelsisvistar vegna brots gegn valdstjórninni í mars síðastliðnum. Hann hafði í nóvember 2013 ítrekað hótað þremur lögreglumönnum lífláti eftir að hafa verið handtekinn auk þess sem hann hótaði einum þeirra líkamsmeiðingum með því að segja: „Ég skal brjóta á þér andlitið.“ Með broti sínu rauf Benedikt reynslulausn en hann átti eftir tæplega átta mánuði af refsingu eftir fíkniefnalagabrot. Vegna þessa dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann til tíu mánaða fangelsisvistar.Sjá einnig: Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Auk þessa nýjasta dóms hefur Benedikt, sem fæddur er árið 1970, þrettán sinnum áður fengið á sig dóm frá árinu 1998. Þar á meðal fyrir brot á fíkniefnalögum, umferðarlögum og gegn valdstjórninni. Benedikt var handtekinn um eittleytið í nótt eftir að lögreglu barst tilkynning klukkan tíu um hávaða úr íbúð hans. Þegar lögreglu bar að garði brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í ljós hefur komið að hann var í raun vopnaður golfkylfu og hnífi. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar. Í dóminum frá því í mars kemur fram að Benedikt eigi við áfengisvanda að stríða.Sjá einnig: Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra „Þá lagði ákærði fram læknisvottorð þar sem fram kom að ákærði ætti við áfengissjúkdóm að stríða og í tengslum við þann sjúkdóm brygðist hann stundum við áreiti með ofsareiði, sem væri ekki í eðli hans. Sé hann nú að reyna að ná stjórn á sjúkdómi sínum með stuðningi AA-samtakanna og sé nú fyrst sjálfur orðinn meðvitaður um þann sjúkdóm. Einnig var lagt fram vottorð frá trúnaðarmanni ákærða þar sem fram kemur að ákærði sé nú í 12 spora kerfi AA-samtakanna og hafi sýnt mikinn dugnað í þeirri vinnu að halda sjúkdóminum niðri,“ segir í dóminum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var Benedikt í annarlegu ástandi í gærkvöldi. Skaut úr haglabyssu á Reykhólum Benedikt var vistaður á geðdeild eftir að hafa verið handtekinn á Reykhólum í lok júlí árið 2004. Þá hafði hann skotið að minnsta kosti tíu skotum úr haglabyssu að nokkrum íbúðarhúsum, bíl og plastbát á Reykhólum. Hann var auk haglabyssunnar vopnaður riffli. „Maðurinn var ekki í andlegu jafnvægi þegar atburðurinn átti sér stað,“ segir í frétt Vísis frá því í ágúst árið 2004. Talsverða athygli vakti þegar atburðurinn átti sér stað að um tíu tíma tók fyrir lögreglu að koma á staðinn eftir að tilkynning barst um skothríðina. Í aðgerðum lögreglu í kjölfarið fundust um 170 kannabisplöntur á dvalarstað Benedikts í Reykjavík.Sjá einnig: Prestssonur gekk berserksgangFlutti inn sterkt kókaín, blandaði og seldi Benedikt var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa í lok árs 2007 flutt inn til landsins allt að 700 grömm af kókaíni „með miklum efnastyrkleika,“ að því er segir í dómi frá árinu 2008. Efnin voru ætluð til sölu og náði Benedikt að selja efni fyrir allt að 800 þúsund krónur áður en hann var handtekinn í janúar árið 2008. Hafði hann þá drýgt kókaínið með blöndun og selt og afhent allt að 300 grömm af efninu til ótiltekins fjölda fíkniefnakaupenda. Við húsleit í janúar fundust 580 grömm af kókaíni. Þá fannst í íbúð hans rafmagnsvopn og var hann því dæmdur vegna vopnalagabrota. Árið 2010 var Benedikt dæmdur í skilorðsbundna refsingu til fimm ára í Austurríki vegna tilraunar til mótspyrnu gegn valdstjórninni. Þá var hann árið 2011 dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn ýmsum ákvæðum umferðarlaga.
Tengdar fréttir Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23 Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Sjá meira
Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra. 10. ágúst 2015 01:23
Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08