Innlent

Prestssonur gekk berserksgang

Heimamenn á Reykhólum eru æfir út í Lögregluna á Patreksfirði vegna seinagangs um helgina þegar Benedikt Bragason, sonur prestsins á staðnum, skaut af haglabyssu á nokkur hús í bænum. Lögreglan mætti á svæðið um tíu tímum eftir að tilkynnt var um skothríðina. Benedikt var handtekinn í gær og fundust einar 170 kannabisplöntur á heimili hans í Reykjavík. "Það eru allir helvíti reiðir út af þessu," segir Björn Samúelsson vélstjóri sem býr á Reykhólum í samtali við DV. Heimamenn hringdu á lögregluna á Patreksfirði sem svaraði ekki kallinu fyrr en um tíu tímum síðar. DV fjallar um málið í dag.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×