Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2015 01:23 Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Fjölmennt lið sérsveitar lögreglu handtók karlmann á fimmtusaldri í íbúð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í Hafnarfirði um klukkan eitt í nótt. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu í gærkvöld. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra.Fylgst var með gangi mála frá upphafi til enda á Vísi í kvöld. Umfjöllunina má sjá með því að smella hér. Lögreglu barst tilkynning klukkan 22 um hávaða úr íbúð mannsins. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn á sögu um ofbeldi. Brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Var sérsveit ríkislögreglustjóra boðuð á vettvang. Benedikt Mewes, íbúi á sjöttu og efstu hæð á Kirkjuvöllum 7, lýsti í samtali við Vísi að hann hefði vaknað upp við læti í íbúð á hæðinni fyrir neðan. Sambýlismaður hans hefði svo séð nágrannann úti á svölum á hæðinni fyrir neðan. Var hann að berja með járnstöng í handrið svalanna. Taldi hann því mögulega misskilning á ferðum að íbúar í hverfinu hefðu heyrt skothvelli.Frá aðgerðum lögreglu.Hlaut tíu mánaða dóm í mars Engar upplýsingar fengust frá lögreglu fyrr en hálftíma eftir að aðgerð lauk. Ríkti mikil óvissa á meðal íbúa í hverfinu og hjá öðrum hvað væri um að vera. Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti íbúum á Völlunum, í samnefndum hópi á Facebook, upp úr miðnætti að aðgerð lögreglu beindist gegn einum einstaklingi. Ekki væri reiknað með því að aðgerðin stæði lengi yfir. Lauk atburðarásinni um eittleytið þegar maðurinn var handtekinn og í kjölfarið færður í varðhald. Hinn handtekni hefur endurtekið komist í kast við lögin. Síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars. Hann hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 01:34 eftir að lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðanna. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Um tíu leytið í kvöld var óskað eftir lögreglu vegna hávaða frá heimili í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla mæ...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, August 9, 2015 Tengdar fréttir Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Fjölmennt lið sérsveitar lögreglu handtók karlmann á fimmtusaldri í íbúð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í Hafnarfirði um klukkan eitt í nótt. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu í gærkvöld. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra.Fylgst var með gangi mála frá upphafi til enda á Vísi í kvöld. Umfjöllunina má sjá með því að smella hér. Lögreglu barst tilkynning klukkan 22 um hávaða úr íbúð mannsins. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn á sögu um ofbeldi. Brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Var sérsveit ríkislögreglustjóra boðuð á vettvang. Benedikt Mewes, íbúi á sjöttu og efstu hæð á Kirkjuvöllum 7, lýsti í samtali við Vísi að hann hefði vaknað upp við læti í íbúð á hæðinni fyrir neðan. Sambýlismaður hans hefði svo séð nágrannann úti á svölum á hæðinni fyrir neðan. Var hann að berja með járnstöng í handrið svalanna. Taldi hann því mögulega misskilning á ferðum að íbúar í hverfinu hefðu heyrt skothvelli.Frá aðgerðum lögreglu.Hlaut tíu mánaða dóm í mars Engar upplýsingar fengust frá lögreglu fyrr en hálftíma eftir að aðgerð lauk. Ríkti mikil óvissa á meðal íbúa í hverfinu og hjá öðrum hvað væri um að vera. Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti íbúum á Völlunum, í samnefndum hópi á Facebook, upp úr miðnætti að aðgerð lögreglu beindist gegn einum einstaklingi. Ekki væri reiknað með því að aðgerðin stæði lengi yfir. Lauk atburðarásinni um eittleytið þegar maðurinn var handtekinn og í kjölfarið færður í varðhald. Hinn handtekni hefur endurtekið komist í kast við lögin. Síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars. Hann hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 01:34 eftir að lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðanna. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Um tíu leytið í kvöld var óskað eftir lögreglu vegna hávaða frá heimili í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla mæ...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, August 9, 2015
Tengdar fréttir Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08