Sérsveitin kölluð til: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn á Völlunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. ágúst 2015 01:23 Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Fjölmennt lið sérsveitar lögreglu handtók karlmann á fimmtusaldri í íbúð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í Hafnarfirði um klukkan eitt í nótt. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu í gærkvöld. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra.Fylgst var með gangi mála frá upphafi til enda á Vísi í kvöld. Umfjöllunina má sjá með því að smella hér. Lögreglu barst tilkynning klukkan 22 um hávaða úr íbúð mannsins. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn á sögu um ofbeldi. Brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Var sérsveit ríkislögreglustjóra boðuð á vettvang. Benedikt Mewes, íbúi á sjöttu og efstu hæð á Kirkjuvöllum 7, lýsti í samtali við Vísi að hann hefði vaknað upp við læti í íbúð á hæðinni fyrir neðan. Sambýlismaður hans hefði svo séð nágrannann úti á svölum á hæðinni fyrir neðan. Var hann að berja með járnstöng í handrið svalanna. Taldi hann því mögulega misskilning á ferðum að íbúar í hverfinu hefðu heyrt skothvelli.Frá aðgerðum lögreglu.Hlaut tíu mánaða dóm í mars Engar upplýsingar fengust frá lögreglu fyrr en hálftíma eftir að aðgerð lauk. Ríkti mikil óvissa á meðal íbúa í hverfinu og hjá öðrum hvað væri um að vera. Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti íbúum á Völlunum, í samnefndum hópi á Facebook, upp úr miðnætti að aðgerð lögreglu beindist gegn einum einstaklingi. Ekki væri reiknað með því að aðgerðin stæði lengi yfir. Lauk atburðarásinni um eittleytið þegar maðurinn var handtekinn og í kjölfarið færður í varðhald. Hinn handtekni hefur endurtekið komist í kast við lögin. Síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars. Hann hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 01:34 eftir að lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðanna. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Um tíu leytið í kvöld var óskað eftir lögreglu vegna hávaða frá heimili í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla mæ...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, August 9, 2015 Tengdar fréttir Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Fjölmennt lið sérsveitar lögreglu handtók karlmann á fimmtusaldri í íbúð í fjölbýlishúsi við Kirkjuvelli 7 í Hafnarfirði um klukkan eitt í nótt. Aðgerðir lögreglu voru umfangsmiklar og höfðu staðið yfir frá því um hálf ellefu í gærkvöld. Lögregla lokaði allri umferð inn í hverfið um það leyti og voru íbúar hvattir til að halda sig innandyra.Fylgst var með gangi mála frá upphafi til enda á Vísi í kvöld. Umfjöllunina má sjá með því að smella hér. Lögreglu barst tilkynning klukkan 22 um hávaða úr íbúð mannsins. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að maðurinn á sögu um ofbeldi. Brást hann illa við tilmælum lögreglumanna, flúði inn í íbúð sína og sagðist vera vopnaður skotvopni. Í kjölfarið bárust ábendingar frá íbúum í hverfinu um skothvelli. Var sérsveit ríkislögreglustjóra boðuð á vettvang. Benedikt Mewes, íbúi á sjöttu og efstu hæð á Kirkjuvöllum 7, lýsti í samtali við Vísi að hann hefði vaknað upp við læti í íbúð á hæðinni fyrir neðan. Sambýlismaður hans hefði svo séð nágrannann úti á svölum á hæðinni fyrir neðan. Var hann að berja með járnstöng í handrið svalanna. Taldi hann því mögulega misskilning á ferðum að íbúar í hverfinu hefðu heyrt skothvelli.Frá aðgerðum lögreglu.Hlaut tíu mánaða dóm í mars Engar upplýsingar fengust frá lögreglu fyrr en hálftíma eftir að aðgerð lauk. Ríkti mikil óvissa á meðal íbúa í hverfinu og hjá öðrum hvað væri um að vera. Upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti íbúum á Völlunum, í samnefndum hópi á Facebook, upp úr miðnætti að aðgerð lögreglu beindist gegn einum einstaklingi. Ekki væri reiknað með því að aðgerðin stæði lengi yfir. Lauk atburðarásinni um eittleytið þegar maðurinn var handtekinn og í kjölfarið færður í varðhald. Hinn handtekni hefur endurtekið komist í kast við lögin. Síðast hlaut hann tíu mánaða dóm fyrir brot gegn valdstjórninni í mars. Hann hefur hlotið dóma af svipuðum toga í Austurríki.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 01:34 eftir að lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna aðgerðanna. Tilkynninguna má sjá hér að neðan.Um tíu leytið í kvöld var óskað eftir lögreglu vegna hávaða frá heimili í Vallahverfi í Hafnarfirði. Þegar lögregla mæ...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Sunday, August 9, 2015
Tengdar fréttir Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Götum lokað á Völlunum og vopnaðir lögreglumenn segja fólki að halda sig innandyra Aðgerðum lögreglu lauk um klukkan eitt í nótt með handtöku manns í íbúð við Kirkjuvelli. 9. ágúst 2015 23:08