„Skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 20:38 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar dauða katta í Hveragerði en íbúar óttast að eitrað sé fyrir dýrum í bænum. Í götunni Laufskógum hafa kettir dáið á dularfullan hátt undanfarna daga og hundar hafa veikst. Orsökin er óljós en eigendunum grunar að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Rætt var við eigendur dýra í kvöldfréttum Stöðvar 2 og eru þeir mjög áhyggjufullir. Dýrunum er ekki hleypt út eftirlitslausum. Blár fiskbiti fannst fyrir utan heimili eins kattarins og stuttu seinna kom eigandinn að kettinum mjög veikum. Grunur leikur á frostlögur hafi verið settur í bitann. „Hún var eiginlega komin út úr heiminum en stundi og stundi, algerlega máttlaus. Þetta var mikið áfall og skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást,“ segir Andrína Guðrún Jónsdóttir. Hún vonar að málið upplýsist en segist ekki vita hver gæti gert svona lagað. Sjá einnig: Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði „Þetta er eins og ósýnileg ógn. Maður veit ekkert og fer að efast um og tortryggja fólk í kringum sig. Sem er mjög slæmt.“ Svipuð mál, þar sem kettir hafa veikst í stórum stíl, hafa komið upp áður. Til dæmis á Eyrarbakka fyrir tveimur árum, í Hveragerði fyrir tíu árum og fyrr í sumar kom upp mál í Sandgerði þar sem margir kettir drápust vegna eitrunar. Aðspurður hvort að lögregluna gruni að eitrað hafi verið fyrir dýrunum, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, að svo sé ekki. „Samt sem áður verðum við að fá fullvissu fyrir því hvort að þetta er eðlilegt eða ekki. Það gerum við með því að leita til vísindanna.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun, sem hefur málin til rannsóknar, er talið að kettirnir hafi dáið vegna eitrunar. Þorgrímur segir að reglur séu gildandi um ketti í Hveragerði, eins og víða annarsstaðar. „Þeir eiga til dæmis ekki að vera á víðavangi. Þannig að ég held að fólk þurfi að fara að gæta þess að fara eftir þeim reglum, svo þeir séu ekki utandyra nema undir eftirliti.“ Í samþykkt Hveragerðis um kattahald kemur hins vegar hvergi fram að lausaganga katta sé óheimil. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar dauða katta í Hveragerði en íbúar óttast að eitrað sé fyrir dýrum í bænum. Í götunni Laufskógum hafa kettir dáið á dularfullan hátt undanfarna daga og hundar hafa veikst. Orsökin er óljós en eigendunum grunar að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Rætt var við eigendur dýra í kvöldfréttum Stöðvar 2 og eru þeir mjög áhyggjufullir. Dýrunum er ekki hleypt út eftirlitslausum. Blár fiskbiti fannst fyrir utan heimili eins kattarins og stuttu seinna kom eigandinn að kettinum mjög veikum. Grunur leikur á frostlögur hafi verið settur í bitann. „Hún var eiginlega komin út úr heiminum en stundi og stundi, algerlega máttlaus. Þetta var mikið áfall og skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást,“ segir Andrína Guðrún Jónsdóttir. Hún vonar að málið upplýsist en segist ekki vita hver gæti gert svona lagað. Sjá einnig: Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði „Þetta er eins og ósýnileg ógn. Maður veit ekkert og fer að efast um og tortryggja fólk í kringum sig. Sem er mjög slæmt.“ Svipuð mál, þar sem kettir hafa veikst í stórum stíl, hafa komið upp áður. Til dæmis á Eyrarbakka fyrir tveimur árum, í Hveragerði fyrir tíu árum og fyrr í sumar kom upp mál í Sandgerði þar sem margir kettir drápust vegna eitrunar. Aðspurður hvort að lögregluna gruni að eitrað hafi verið fyrir dýrunum, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, að svo sé ekki. „Samt sem áður verðum við að fá fullvissu fyrir því hvort að þetta er eðlilegt eða ekki. Það gerum við með því að leita til vísindanna.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun, sem hefur málin til rannsóknar, er talið að kettirnir hafi dáið vegna eitrunar. Þorgrímur segir að reglur séu gildandi um ketti í Hveragerði, eins og víða annarsstaðar. „Þeir eiga til dæmis ekki að vera á víðavangi. Þannig að ég held að fólk þurfi að fara að gæta þess að fara eftir þeim reglum, svo þeir séu ekki utandyra nema undir eftirliti.“ Í samþykkt Hveragerðis um kattahald kemur hins vegar hvergi fram að lausaganga katta sé óheimil.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira