„Skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 20:38 Lögreglan á Suðurlandi rannsakar dauða katta í Hveragerði en íbúar óttast að eitrað sé fyrir dýrum í bænum. Í götunni Laufskógum hafa kettir dáið á dularfullan hátt undanfarna daga og hundar hafa veikst. Orsökin er óljós en eigendunum grunar að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Rætt var við eigendur dýra í kvöldfréttum Stöðvar 2 og eru þeir mjög áhyggjufullir. Dýrunum er ekki hleypt út eftirlitslausum. Blár fiskbiti fannst fyrir utan heimili eins kattarins og stuttu seinna kom eigandinn að kettinum mjög veikum. Grunur leikur á frostlögur hafi verið settur í bitann. „Hún var eiginlega komin út úr heiminum en stundi og stundi, algerlega máttlaus. Þetta var mikið áfall og skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást,“ segir Andrína Guðrún Jónsdóttir. Hún vonar að málið upplýsist en segist ekki vita hver gæti gert svona lagað. Sjá einnig: Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði „Þetta er eins og ósýnileg ógn. Maður veit ekkert og fer að efast um og tortryggja fólk í kringum sig. Sem er mjög slæmt.“ Svipuð mál, þar sem kettir hafa veikst í stórum stíl, hafa komið upp áður. Til dæmis á Eyrarbakka fyrir tveimur árum, í Hveragerði fyrir tíu árum og fyrr í sumar kom upp mál í Sandgerði þar sem margir kettir drápust vegna eitrunar. Aðspurður hvort að lögregluna gruni að eitrað hafi verið fyrir dýrunum, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, að svo sé ekki. „Samt sem áður verðum við að fá fullvissu fyrir því hvort að þetta er eðlilegt eða ekki. Það gerum við með því að leita til vísindanna.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun, sem hefur málin til rannsóknar, er talið að kettirnir hafi dáið vegna eitrunar. Þorgrímur segir að reglur séu gildandi um ketti í Hveragerði, eins og víða annarsstaðar. „Þeir eiga til dæmis ekki að vera á víðavangi. Þannig að ég held að fólk þurfi að fara að gæta þess að fara eftir þeim reglum, svo þeir séu ekki utandyra nema undir eftirliti.“ Í samþykkt Hveragerðis um kattahald kemur hins vegar hvergi fram að lausaganga katta sé óheimil. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar dauða katta í Hveragerði en íbúar óttast að eitrað sé fyrir dýrum í bænum. Í götunni Laufskógum hafa kettir dáið á dularfullan hátt undanfarna daga og hundar hafa veikst. Orsökin er óljós en eigendunum grunar að eitrað hafi verið fyrir dýrunum. Rætt var við eigendur dýra í kvöldfréttum Stöðvar 2 og eru þeir mjög áhyggjufullir. Dýrunum er ekki hleypt út eftirlitslausum. Blár fiskbiti fannst fyrir utan heimili eins kattarins og stuttu seinna kom eigandinn að kettinum mjög veikum. Grunur leikur á frostlögur hafi verið settur í bitann. „Hún var eiginlega komin út úr heiminum en stundi og stundi, algerlega máttlaus. Þetta var mikið áfall og skelfileg upplifun að horfa á dýrið sitt þjást,“ segir Andrína Guðrún Jónsdóttir. Hún vonar að málið upplýsist en segist ekki vita hver gæti gert svona lagað. Sjá einnig: Lögregla rannsakar dularfullu kattadauðana í Hveragerði „Þetta er eins og ósýnileg ógn. Maður veit ekkert og fer að efast um og tortryggja fólk í kringum sig. Sem er mjög slæmt.“ Svipuð mál, þar sem kettir hafa veikst í stórum stíl, hafa komið upp áður. Til dæmis á Eyrarbakka fyrir tveimur árum, í Hveragerði fyrir tíu árum og fyrr í sumar kom upp mál í Sandgerði þar sem margir kettir drápust vegna eitrunar. Aðspurður hvort að lögregluna gruni að eitrað hafi verið fyrir dýrunum, segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, að svo sé ekki. „Samt sem áður verðum við að fá fullvissu fyrir því hvort að þetta er eðlilegt eða ekki. Það gerum við með því að leita til vísindanna.“ Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun, sem hefur málin til rannsóknar, er talið að kettirnir hafi dáið vegna eitrunar. Þorgrímur segir að reglur séu gildandi um ketti í Hveragerði, eins og víða annarsstaðar. „Þeir eiga til dæmis ekki að vera á víðavangi. Þannig að ég held að fólk þurfi að fara að gæta þess að fara eftir þeim reglum, svo þeir séu ekki utandyra nema undir eftirliti.“ Í samþykkt Hveragerðis um kattahald kemur hins vegar hvergi fram að lausaganga katta sé óheimil.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent