Enski boltinn

Manchester United blandar sér í baráttuna um Stones

Kristinn Páll Teitsson skrifar
John Stones veit ekki í hvora áttina hann fer.
John Stones veit ekki í hvora áttina hann fer. Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum ESPN mun Manchester United leggja fram tilboð í John Stones í dag en Chelsea hefur þegar lagt fram þrjú tilboð í þennan enska miðvörð. Everton hefur neitað öllum tilboðum hingað til og sagt að hann sé ekki til sölu.

Stones sem gekk til liðs við Everton frá Barnsley í janúarglugganum 2013 hefur leikið 55 leiki fyrir Everton í öllum keppnum þrátt fyrir ungan aldur. 

Eru miklar væntingar bundnar við Stones sem hefur leikið fjóra leiki fyrir Englands hönd, meðal annars í byrjunarliðinu gegn Sviss í undankeppni Evrópumótsins.

Chelsea hefur ekki farið í felur með áhuga sinn á Stones en leikmenn liðsins, sem og Jose Mourinho, hafa rætt við fjölmiðla um áhuga Chelsea á Stones, Roberto Martinez, knattspyrnustjóra Everton, til ama.

Sakaði hann John Terry um ólögleg vinnubrögð með því að ræða um hvað hann gæti gert fyrir Chelsea í fjölmiðlum.

Er það mat forráðamanna Manchester United að tilboð sem innihéldi Jonny Evans myndi auðvelda viðræðurnar en þessi 27 árs norður-írski landsliðsmaður virðist ekki vera inn í myndinni hjá Louis Van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×