Roberto Martínez segir að John Terry hafi brotið reglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2015 11:00 John Terry. Vísir/Getty Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Everton, ætlar ekki að gefa neitt eftir í baráttu sinni fyrir að halda hinum efnilega varnarmanni John Stones hjá félaginu. Chelsea hefur boðið bæði 20 og 26 milljónir punda í John Stones en Everton hefur hafnað báðum tilboðum. Martínez segist ekki ætla að selja þennan 21 árs gamla miðvörð. Martínez er mjög ósáttur með herferð Chelsea-manna en þeir José Mourinho, Gary Cahill og John Terry hafa allir rætt opinberlega áhuga Chelsea á þessum framtíðarmiðverði enska landsliðsins. Nýasta útspil Martínez er að halda því fram að John Terry hafi brotið reglur í ummælum sínum um John Stones. Terry sagði: „Einn daginn verð ég ekki lengur í liðinu en Chelsea horfir til leikmanna eins og John Stones fyrir framtíðina. Félagið mun því halda áfram að vaxa og dafna," sagði John Terry á miðvikudaginn. „Þetta er rangt og þetta er ólöglegt. Reglurnar leyfa mönnum ekki að tjá sig um svona um leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum félögum. Þessi orð hans eru því mikil vonbrigði," sagði Roberto Martínez við The Gurardian. Everton virðist þó frekar ætla að fara þá leið að kvarta við Chelsea frekar en að fara með málið lengra. „Það er frábært samband á milli félaganna. Okkar mesta fjárfesting var þegar við fengum Romelu Lukaku frá Chelsea. Það vita allir að það eru reglur í gildi og við viljum ekki sjá önnur félög ræða við okkar leikmenn. Það er rangt og á ekki að gerast," sagði Roberto Martínez. „Þetta John Stones mál er komið í fjölmiðla af því að Chelsea bauð í leikmanninn og gerði þau tilboð opinber. Við höfum aldrei rætt þetta. Við eigum mjög efnilegan leikmann sem á möguleika á því að verða besti miðvörður Englendinga frá upphafi. Félög munu því sýna honum áhuga og það er bara eðlilegt. Það eru hinsvegar engar viðræður í gangi og það er ekkert í spilunum um að hann fari eitthvert annað," sagði Martínez. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Roberto Martínez, knattspyrnustjóri Everton, ætlar ekki að gefa neitt eftir í baráttu sinni fyrir að halda hinum efnilega varnarmanni John Stones hjá félaginu. Chelsea hefur boðið bæði 20 og 26 milljónir punda í John Stones en Everton hefur hafnað báðum tilboðum. Martínez segist ekki ætla að selja þennan 21 árs gamla miðvörð. Martínez er mjög ósáttur með herferð Chelsea-manna en þeir José Mourinho, Gary Cahill og John Terry hafa allir rætt opinberlega áhuga Chelsea á þessum framtíðarmiðverði enska landsliðsins. Nýasta útspil Martínez er að halda því fram að John Terry hafi brotið reglur í ummælum sínum um John Stones. Terry sagði: „Einn daginn verð ég ekki lengur í liðinu en Chelsea horfir til leikmanna eins og John Stones fyrir framtíðina. Félagið mun því halda áfram að vaxa og dafna," sagði John Terry á miðvikudaginn. „Þetta er rangt og þetta er ólöglegt. Reglurnar leyfa mönnum ekki að tjá sig um svona um leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum félögum. Þessi orð hans eru því mikil vonbrigði," sagði Roberto Martínez við The Gurardian. Everton virðist þó frekar ætla að fara þá leið að kvarta við Chelsea frekar en að fara með málið lengra. „Það er frábært samband á milli félaganna. Okkar mesta fjárfesting var þegar við fengum Romelu Lukaku frá Chelsea. Það vita allir að það eru reglur í gildi og við viljum ekki sjá önnur félög ræða við okkar leikmenn. Það er rangt og á ekki að gerast," sagði Roberto Martínez. „Þetta John Stones mál er komið í fjölmiðla af því að Chelsea bauð í leikmanninn og gerði þau tilboð opinber. Við höfum aldrei rætt þetta. Við eigum mjög efnilegan leikmann sem á möguleika á því að verða besti miðvörður Englendinga frá upphafi. Félög munu því sýna honum áhuga og það er bara eðlilegt. Það eru hinsvegar engar viðræður í gangi og það er ekkert í spilunum um að hann fari eitthvert annað," sagði Martínez.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira