Hjúkrunarfræðingar fella niður dómsmál gegn ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 11:10 Hjúkrunarfræðingar fengu að vita ný launakjör sín á föstudaginn með úrskurði Gerðardóms. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags íslenskrar hjúkrunarfræðinga hefur tekið þá ákvörun að fella niður dómsmál það sem félagið hefur höfðað gegn íslenska ríkinu í tengslum við lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa á ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fíh. Vísað er í dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Bandalags háskólamanna sem höfðað hafði mál af sömu lagasetningu og hjúkrunarfræðingar. Deilurnar fóru fyrir Gerðardóm sem úrskurðaði í kjaradeilu BHM og Fíh við ríkið. Telur stjórn Fíh ljóst að áframhaldandi rekstur dómsmáls gegn ríkinu myndi ekki skila þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar málið var höfðað. „Stjórn Fíh taldi ýmis veigamikil atriði í málatilbúnaði félagsins gegn ríkinu vera frábrugðin því sem tekist var á um í dómsmáli BHM og styðja dómkröfur Fíh, m.a. hversu stutt verkfallsaðgerðir Fíh höfðu staðið yfir, fjöldi sáttafunda aðila, fjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga á undanþágulista og fjölda samþykktra undanþága í verkfallinu,“ segir í tilkynningu frá Fíh. Þar segir að málatilbúnaður Fíh hafi verið byggður á mörgum af sömu efnisrökum og tekist var um í dómsmáli BHM. „Telja verður ljóst af forsendum í dómi Hæstaréttar, að rétturinn fellst ekki á flestar af þeim röksemdum sem haldið hefur verið á lofti af hálfu stéttarfélaganna. Samkvæmt dóminum telur Hæstiréttur að staða kjaradeilu aðila og önnur atvik séu með þeim hætti að réttlætanlegt hafi verið fyrir ríkið að grípa inn í deiluna með lagasetningu. Þegar af þeirri ástæðu telur stjórn Fíh sýnt að áframhaldandi rekstur dómsmáls þess gegn ríkinu muni ekki skila félaginu og félagsmönnum þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar dómsmálið var höfðað.“ Stjórn Fíh lýsir yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu Hæstaréttar að telja ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með lagasetningu af því tagi sem Fíh þurfti að þola. „Að teknu tilliti til atvika sl. mánuði og dóms Hæstaréttar, leikur að mati Fíh vafi á því hvort sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum er ætlað.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær 15. ágúst 2015 07:00 Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Stjórn Félags íslenskrar hjúkrunarfræðinga hefur tekið þá ákvörun að fella niður dómsmál það sem félagið hefur höfðað gegn íslenska ríkinu í tengslum við lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa á ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fíh. Vísað er í dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Bandalags háskólamanna sem höfðað hafði mál af sömu lagasetningu og hjúkrunarfræðingar. Deilurnar fóru fyrir Gerðardóm sem úrskurðaði í kjaradeilu BHM og Fíh við ríkið. Telur stjórn Fíh ljóst að áframhaldandi rekstur dómsmáls gegn ríkinu myndi ekki skila þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar málið var höfðað. „Stjórn Fíh taldi ýmis veigamikil atriði í málatilbúnaði félagsins gegn ríkinu vera frábrugðin því sem tekist var á um í dómsmáli BHM og styðja dómkröfur Fíh, m.a. hversu stutt verkfallsaðgerðir Fíh höfðu staðið yfir, fjöldi sáttafunda aðila, fjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga á undanþágulista og fjölda samþykktra undanþága í verkfallinu,“ segir í tilkynningu frá Fíh. Þar segir að málatilbúnaður Fíh hafi verið byggður á mörgum af sömu efnisrökum og tekist var um í dómsmáli BHM. „Telja verður ljóst af forsendum í dómi Hæstaréttar, að rétturinn fellst ekki á flestar af þeim röksemdum sem haldið hefur verið á lofti af hálfu stéttarfélaganna. Samkvæmt dóminum telur Hæstiréttur að staða kjaradeilu aðila og önnur atvik séu með þeim hætti að réttlætanlegt hafi verið fyrir ríkið að grípa inn í deiluna með lagasetningu. Þegar af þeirri ástæðu telur stjórn Fíh sýnt að áframhaldandi rekstur dómsmáls þess gegn ríkinu muni ekki skila félaginu og félagsmönnum þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar dómsmálið var höfðað.“ Stjórn Fíh lýsir yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu Hæstaréttar að telja ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með lagasetningu af því tagi sem Fíh þurfti að þola. „Að teknu tilliti til atvika sl. mánuði og dóms Hæstaréttar, leikur að mati Fíh vafi á því hvort sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum er ætlað.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær 15. ágúst 2015 07:00 Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær 15. ágúst 2015 07:00
Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00