Lífið

Hörðustu bolirnir fá kleinuhringi að andvirði 100.000 | Myndir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Um 200 manns voru fyrir utan staðinn í morgun.
Um 200 manns voru fyrir utan staðinn í morgun. vísir/pjetur
Forráðamenn Dunkin‘ Donuts opnaðu fyrsta staðinn á Íslandi klukkan níu í morgun en um 200 manns voru þá mætt fyrir utan. 

Margir þeirra höfðu verið í alla nótt, en fimmtíu fyrstu viðskiptavinirnir fengu ársbyrgðir af kleinuhringjum. Gestirnir fái stimpilkort fyrir frían kassa af kleinuhringjum í hverri viku og það í heilt ár. Um er að ræða sex kleinuhringi í hverjum kassa sem kosta 300 krónur stykkið.

Sjá einnig:Opnun Dunkin' Donuts: „Nóttin köld en fljót að líða“

Það gerir kleinuhringi að andvirði 1800 krónum á viku eða 93600 krónur fyrir árið. Útsendari Vísis ræddi við stelpu sem hafði beðið eftir þessari stundu í 10 ár. Hún flutti frá Bandaríkjunum þegar hún var sjö ára og hefur þetta ávallt verið uppáhaldsstaðurinn hennar.



Pjetur Guðmundsson, ljósmyndari 365, var mættur í morgun og tók meðfylgjandi myndir. 

vísir/pjetur
vísir/pjetur
vísir/pjetur
vísir/pjetur
Starfsfólkið var klárt í slaginn.vísir/pjetur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×