Fiskidagurinn mikli fær hlýjar kveðjur frá nígerískum góðvinum hátíðarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 5. ágúst 2015 16:14 Frá Fiskideginum mikla í fyrra. Vísir/Auðunn Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefst á föstudag og stendur mikið til þar á bæ líkt og áður. Þessi hátíð er haldin ár hvert helgina eftir verslunarmannahelgi og streyma þangað mörg þúsund manns en þekktastur er sá siður Dalvíkinga að bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Nýverið var borið í hús kynningarblað fyrir Fiskidaginn mikla en þar eru að finna kveðjur frá nígerískum fyrirtækjum sem eru í miklum viðskiptum við Sölku – Fiskmiðlun hf. Fyrirtækið var stofnað á Dalvík árið 1987 og sérhæfir sig í útflutningi á þurrkuðum fiskafurðum á Nígeríumarkað. „Þeir eru sérlegir styrktaraðilar fiskidagsins mikla, þessir höfðingjar“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku – Fiskmiðlunar hf., um þessar hlýju kveðjur sem berast frá forsvarsmönnum þessara nígerísku fyrirtækja.Kveðjurnar sem forsvarsmenn nígerísku fyrirtækjanna senda í tilefni af Fiskideginum mikla en þær birtust í kynningarblaði fyrir hátíðina.Vísir/Fiskidagurinn mikliTil að mynda sendir Fish Way Limited bestu kveðjur til allra framleiðenda á þurrkuðum afurðum og óskar Sölku - Fiskmiðlun hf. langra lífdaga í viðskiptum. Izunna Onwadike sendir sínar hlýjustu kveðjur til íbúa Dalvíkur og gesta Fiskidagsins mikla í ár. Herra Forster Chinkata hjá First Olive Co. Ltd. í Lagos í Nígeríu sendir einnig hlýjar kveðjur og minnir á að fiskurinn sé líf Íslendinga sem og þeirra í Nígeríu. Þá sendir einnig stjórn og starfsfólk fyrirtækisins G.N.IHEAKU hlýjar kveðjur til Sölku – Fiskmiðlun hf., skipuleggjendum Fiskidagsins mikla, íslenskum sjómönnum, fiskverkendum og útflutningsaðilum vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. „Eina tungumálið sem við tölum og skiljum í okkar fyrirtæki er FISKUR. Þegar við heyrum það orð, færir það okkur hlýju og þess vegna höfum við alltaf viljað tengjast Fiskideginum mikla, og erum mjög ánægð með að geta gert það einnig í ár,“ segir í kveðjunni. „Þeir hafa flestir komið á Fiskidaginn,“ segir Katrín en Fiskidagurinn mikli hefur verið haldinn í fimmtán ár og segir Katrín gesti frá Nígeríu sækja hátíðina á hverju ári. „Þeir eru sérstakir góðvinir Fiskidagsins mikla. Kaupa auglýsingar í blaðið og styrkja hann þannig. Svo gefum við hjá Sölku – Fiskmiðlun ásamt þeim harðfisk allan laugardaginn sem smakk á Fiskideginum mikla,“ segir Katrín. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli á Dalvík hefst á föstudag og stendur mikið til þar á bæ líkt og áður. Þessi hátíð er haldin ár hvert helgina eftir verslunarmannahelgi og streyma þangað mörg þúsund manns en þekktastur er sá siður Dalvíkinga að bjóða gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Nýverið var borið í hús kynningarblað fyrir Fiskidaginn mikla en þar eru að finna kveðjur frá nígerískum fyrirtækjum sem eru í miklum viðskiptum við Sölku – Fiskmiðlun hf. Fyrirtækið var stofnað á Dalvík árið 1987 og sérhæfir sig í útflutningi á þurrkuðum fiskafurðum á Nígeríumarkað. „Þeir eru sérlegir styrktaraðilar fiskidagsins mikla, þessir höfðingjar“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Sölku – Fiskmiðlunar hf., um þessar hlýju kveðjur sem berast frá forsvarsmönnum þessara nígerísku fyrirtækja.Kveðjurnar sem forsvarsmenn nígerísku fyrirtækjanna senda í tilefni af Fiskideginum mikla en þær birtust í kynningarblaði fyrir hátíðina.Vísir/Fiskidagurinn mikliTil að mynda sendir Fish Way Limited bestu kveðjur til allra framleiðenda á þurrkuðum afurðum og óskar Sölku - Fiskmiðlun hf. langra lífdaga í viðskiptum. Izunna Onwadike sendir sínar hlýjustu kveðjur til íbúa Dalvíkur og gesta Fiskidagsins mikla í ár. Herra Forster Chinkata hjá First Olive Co. Ltd. í Lagos í Nígeríu sendir einnig hlýjar kveðjur og minnir á að fiskurinn sé líf Íslendinga sem og þeirra í Nígeríu. Þá sendir einnig stjórn og starfsfólk fyrirtækisins G.N.IHEAKU hlýjar kveðjur til Sölku – Fiskmiðlun hf., skipuleggjendum Fiskidagsins mikla, íslenskum sjómönnum, fiskverkendum og útflutningsaðilum vegna Fiskidagsins mikla á Dalvík. „Eina tungumálið sem við tölum og skiljum í okkar fyrirtæki er FISKUR. Þegar við heyrum það orð, færir það okkur hlýju og þess vegna höfum við alltaf viljað tengjast Fiskideginum mikla, og erum mjög ánægð með að geta gert það einnig í ár,“ segir í kveðjunni. „Þeir hafa flestir komið á Fiskidaginn,“ segir Katrín en Fiskidagurinn mikli hefur verið haldinn í fimmtán ár og segir Katrín gesti frá Nígeríu sækja hátíðina á hverju ári. „Þeir eru sérstakir góðvinir Fiskidagsins mikla. Kaupa auglýsingar í blaðið og styrkja hann þannig. Svo gefum við hjá Sölku – Fiskmiðlun ásamt þeim harðfisk allan laugardaginn sem smakk á Fiskideginum mikla,“ segir Katrín.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði