Innlent

Helgi H. Jónsson látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Helgi varð varafréttastjóri Sjónvarpsins 1986 og gegndi um hríð stöðu fréttastjóra.
Helgi varð varafréttastjóri Sjónvarpsins 1986 og gegndi um hríð stöðu fréttastjóra. Vísir/GVA
Helgi Hörður Jónsson, fyrrverandi varafréttastjóri Ríkissjónvarpsins, er látinn 72 ára að aldri.

Í frétt RÚV segir að Helgi hafi verið blaðamaður á dagblaðinu Tímanum 1973 til 76. Þá hafi hann hafið störf sem fréttamaður á Ríkisútvarpinu sem var starfsvettvangur hans nánast óslitið síðan.

„Helgi varð varafréttastjóri Sjónvarpsins 1986 og gegndi um hríð stöðu fréttastjóra. Jafnhliða þeim störfum vann hann að gerð margra útvarps- og sjónvarpsþátta. Helgi H. Jónsson lét af störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2007,“ segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×