Sólveig Anspach látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2015 20:43 Sólveig Anspach. Vísir Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach er látin 54 ára gömul. Banamein hennar var krabbamein. Sólveig fæddist í Vestmannaeyjum þann 8. desember 1960. Hún ólst upp í útlöndum og stundaði háskólanám í heimspeki og klínískri sálfræði í París. Sólveig útskrifaðist svo frá kvikmyndaskólanum FEMIS í París árið 1990. Sólveig hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2006. Hún sérhæfði sig í heimildamyndagerð framan af ferlinum en sneri sér svo í auknum mæli að leiknum myndum. Meðal mynda hennar eru „Haut les cæurs“, Nakin Lulu og Stormviðri sem var valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2003. Í júní fóru svo fram tökur á nýrri mynd Sólveigar, Sundáhrifin, hér á landi. Um er að ræða þriðju og síðustu myndina í því sem mætti kalla þríleik sem inniheldur einnig myndirnar Skrapp út og Drottningin af Montreuil. Ítarlega samantekt á ferli Sólveigar má finna á kvikmynda- og sjónvarpsvefnum Klapptré. Þar er meðal annars vísað í viðtal Le Monde við Sólveigu í upphafi árs 2014. Var hún spurð að því hvernig hún færi að því að vera svo iðin.„Hvað drífur mig áfram? Kannski það að ég veit eins og allir aðrir að lífið getur endað skyndilega. Ég hugsa held ég einfaldlega meira um það en aðrir.”Le Monde er einnig með ítarlega umfjöllun um Sólveigu á vef sínum, sjá hér. Fjölmargir hafa minnst Sólveigar í kjölfar tíðinda af andláti hennar. Mikil sorgartíðindi. Finnst ég hafa verið heppinn að fá að kynnast þessari einstöku manneskju og hangsa með henni á...Posted by Dagur Kári Pétursson on Saturday, August 8, 2015 Tengdar fréttir Anspach opnar Riff Opnunarmynd Riff í ár er myndin Drottningin af Montreuil eða The Queen of Montreuil eftir Sólveigu Anspach. Myndin gerist um sumar þegar Agathe snýr heim til sín í Montreuil sem er úthverfi í París. Hún missti mann sinn í bílslysi og eftir að hafa syrgt hann hyggst hún taka aftur til starfa við kvikmyndagerð. Þegar íslensk mæðgin, sæljón og kynþokkafullur nágranni dúkka óvænt upp á heimili hennar öðlast Agathe aftur styrk til að takast á við lífið að nýju. 27. september 2012 17:00 Skrapp út til Sviss og hlaut verðlaun Íslenska kvikmyndinni Skrapp út fékk verðlaun á 61. Locarno hátíðinni í Sviss í gær. Þetta er ein elsta og virtasta kvikmyndahátíð Evrópu og er sett á sama stall og Cannes, Berlínar- og Feneyjahátíðin. 17. ágúst 2008 16:00 Desplat vann með Sólveigu Frakkinn Alexandre Desplat er einn þeirra þriggja tónskálda sem munu etja kappi við Jóhann Jóhannsson á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar 16. janúar 2015 10:00 Tökur á nýrri kvikmynd í Reykjavík Ný mynd eftir Sólveigu Anspach sem ber nafnið L"effet Aquatique skartar leikurum á borð Ingvar E. Sigurðsson og Diddu Jónsdóttur. 1. júlí 2015 10:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Sólveig Anspach er látin 54 ára gömul. Banamein hennar var krabbamein. Sólveig fæddist í Vestmannaeyjum þann 8. desember 1960. Hún ólst upp í útlöndum og stundaði háskólanám í heimspeki og klínískri sálfræði í París. Sólveig útskrifaðist svo frá kvikmyndaskólanum FEMIS í París árið 1990. Sólveig hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2006. Hún sérhæfði sig í heimildamyndagerð framan af ferlinum en sneri sér svo í auknum mæli að leiknum myndum. Meðal mynda hennar eru „Haut les cæurs“, Nakin Lulu og Stormviðri sem var valin til þátttöku á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2003. Í júní fóru svo fram tökur á nýrri mynd Sólveigar, Sundáhrifin, hér á landi. Um er að ræða þriðju og síðustu myndina í því sem mætti kalla þríleik sem inniheldur einnig myndirnar Skrapp út og Drottningin af Montreuil. Ítarlega samantekt á ferli Sólveigar má finna á kvikmynda- og sjónvarpsvefnum Klapptré. Þar er meðal annars vísað í viðtal Le Monde við Sólveigu í upphafi árs 2014. Var hún spurð að því hvernig hún færi að því að vera svo iðin.„Hvað drífur mig áfram? Kannski það að ég veit eins og allir aðrir að lífið getur endað skyndilega. Ég hugsa held ég einfaldlega meira um það en aðrir.”Le Monde er einnig með ítarlega umfjöllun um Sólveigu á vef sínum, sjá hér. Fjölmargir hafa minnst Sólveigar í kjölfar tíðinda af andláti hennar. Mikil sorgartíðindi. Finnst ég hafa verið heppinn að fá að kynnast þessari einstöku manneskju og hangsa með henni á...Posted by Dagur Kári Pétursson on Saturday, August 8, 2015
Tengdar fréttir Anspach opnar Riff Opnunarmynd Riff í ár er myndin Drottningin af Montreuil eða The Queen of Montreuil eftir Sólveigu Anspach. Myndin gerist um sumar þegar Agathe snýr heim til sín í Montreuil sem er úthverfi í París. Hún missti mann sinn í bílslysi og eftir að hafa syrgt hann hyggst hún taka aftur til starfa við kvikmyndagerð. Þegar íslensk mæðgin, sæljón og kynþokkafullur nágranni dúkka óvænt upp á heimili hennar öðlast Agathe aftur styrk til að takast á við lífið að nýju. 27. september 2012 17:00 Skrapp út til Sviss og hlaut verðlaun Íslenska kvikmyndinni Skrapp út fékk verðlaun á 61. Locarno hátíðinni í Sviss í gær. Þetta er ein elsta og virtasta kvikmyndahátíð Evrópu og er sett á sama stall og Cannes, Berlínar- og Feneyjahátíðin. 17. ágúst 2008 16:00 Desplat vann með Sólveigu Frakkinn Alexandre Desplat er einn þeirra þriggja tónskálda sem munu etja kappi við Jóhann Jóhannsson á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar 16. janúar 2015 10:00 Tökur á nýrri kvikmynd í Reykjavík Ný mynd eftir Sólveigu Anspach sem ber nafnið L"effet Aquatique skartar leikurum á borð Ingvar E. Sigurðsson og Diddu Jónsdóttur. 1. júlí 2015 10:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Anspach opnar Riff Opnunarmynd Riff í ár er myndin Drottningin af Montreuil eða The Queen of Montreuil eftir Sólveigu Anspach. Myndin gerist um sumar þegar Agathe snýr heim til sín í Montreuil sem er úthverfi í París. Hún missti mann sinn í bílslysi og eftir að hafa syrgt hann hyggst hún taka aftur til starfa við kvikmyndagerð. Þegar íslensk mæðgin, sæljón og kynþokkafullur nágranni dúkka óvænt upp á heimili hennar öðlast Agathe aftur styrk til að takast á við lífið að nýju. 27. september 2012 17:00
Skrapp út til Sviss og hlaut verðlaun Íslenska kvikmyndinni Skrapp út fékk verðlaun á 61. Locarno hátíðinni í Sviss í gær. Þetta er ein elsta og virtasta kvikmyndahátíð Evrópu og er sett á sama stall og Cannes, Berlínar- og Feneyjahátíðin. 17. ágúst 2008 16:00
Desplat vann með Sólveigu Frakkinn Alexandre Desplat er einn þeirra þriggja tónskálda sem munu etja kappi við Jóhann Jóhannsson á Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar 16. janúar 2015 10:00
Tökur á nýrri kvikmynd í Reykjavík Ný mynd eftir Sólveigu Anspach sem ber nafnið L"effet Aquatique skartar leikurum á borð Ingvar E. Sigurðsson og Diddu Jónsdóttur. 1. júlí 2015 10:00