Grunur um að eitrað hafi verið fyrir dýrum í Hveragerði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2015 14:30 Kötturinn Pútín. mynd/aðalsteinn Um helgina hafa minnst fjórir kettir í Hveragerði drepist og leikur grunur á því að eitrað hafi verið fyrir þeim. Hundur í bænum sýnir sömu einkenni og óvenju margir fuglar hafa fundist dauðir. „Ég fór í vinnuna á föstudegi og sé að kötturinn minn er eitthvað skrítinn. Er ég kom heim í lok dags sá ég að hann var í raun fárveikur,“ segir Aðalsteinn Magnússon en annar katta hans var aflífaður í nótt. „Ég fór með hann til dýralæknis og hann var greindur með lungnabólgu. Svo frétti ég það í gær að það hefði fundist blátt fiskflak hjá húsi beint á móti mér og að fleiri kettir væru lasnir.“ Útlit er fyrir að íbúi í bænum hafi dreift fiskflökum sem höfðu legið í frostlegi um bæinn. Líkt og áður segir hafa fjórir kettir drepist sökum þessa, annar liggur veikur og sömu sögu er að segja af hundi þar í bæ. Að sögn Aðalsteins er einnig óvenju mikið magn dauðra fugla í görðum og á götum Hveragerðis í dag. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ segir Aðalsteinn. Lögreglunni hefur verið gert viðvart og er hún nú stödd fyrir utan heimili Aðalsteins að rannsaka málið. Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar. Köttur Aðalsteins, Pútín, var ársgamall en bróðir hans, Pétur, lifir enn. „Hann er í algeru stofufangelsi og fær ekki að fara út fyrir hússins dyr meðan ástandið er svona,“ segir Aðalsteinn að lokum. Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Um helgina hafa minnst fjórir kettir í Hveragerði drepist og leikur grunur á því að eitrað hafi verið fyrir þeim. Hundur í bænum sýnir sömu einkenni og óvenju margir fuglar hafa fundist dauðir. „Ég fór í vinnuna á föstudegi og sé að kötturinn minn er eitthvað skrítinn. Er ég kom heim í lok dags sá ég að hann var í raun fárveikur,“ segir Aðalsteinn Magnússon en annar katta hans var aflífaður í nótt. „Ég fór með hann til dýralæknis og hann var greindur með lungnabólgu. Svo frétti ég það í gær að það hefði fundist blátt fiskflak hjá húsi beint á móti mér og að fleiri kettir væru lasnir.“ Útlit er fyrir að íbúi í bænum hafi dreift fiskflökum sem höfðu legið í frostlegi um bæinn. Líkt og áður segir hafa fjórir kettir drepist sökum þessa, annar liggur veikur og sömu sögu er að segja af hundi þar í bæ. Að sögn Aðalsteins er einnig óvenju mikið magn dauðra fugla í görðum og á götum Hveragerðis í dag. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ segir Aðalsteinn. Lögreglunni hefur verið gert viðvart og er hún nú stödd fyrir utan heimili Aðalsteins að rannsaka málið. Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar. Köttur Aðalsteins, Pútín, var ársgamall en bróðir hans, Pétur, lifir enn. „Hann er í algeru stofufangelsi og fær ekki að fara út fyrir hússins dyr meðan ástandið er svona,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira