Grunur um að eitrað hafi verið fyrir dýrum í Hveragerði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2015 14:30 Kötturinn Pútín. mynd/aðalsteinn Um helgina hafa minnst fjórir kettir í Hveragerði drepist og leikur grunur á því að eitrað hafi verið fyrir þeim. Hundur í bænum sýnir sömu einkenni og óvenju margir fuglar hafa fundist dauðir. „Ég fór í vinnuna á föstudegi og sé að kötturinn minn er eitthvað skrítinn. Er ég kom heim í lok dags sá ég að hann var í raun fárveikur,“ segir Aðalsteinn Magnússon en annar katta hans var aflífaður í nótt. „Ég fór með hann til dýralæknis og hann var greindur með lungnabólgu. Svo frétti ég það í gær að það hefði fundist blátt fiskflak hjá húsi beint á móti mér og að fleiri kettir væru lasnir.“ Útlit er fyrir að íbúi í bænum hafi dreift fiskflökum sem höfðu legið í frostlegi um bæinn. Líkt og áður segir hafa fjórir kettir drepist sökum þessa, annar liggur veikur og sömu sögu er að segja af hundi þar í bæ. Að sögn Aðalsteins er einnig óvenju mikið magn dauðra fugla í görðum og á götum Hveragerðis í dag. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ segir Aðalsteinn. Lögreglunni hefur verið gert viðvart og er hún nú stödd fyrir utan heimili Aðalsteins að rannsaka málið. Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar. Köttur Aðalsteins, Pútín, var ársgamall en bróðir hans, Pétur, lifir enn. „Hann er í algeru stofufangelsi og fær ekki að fara út fyrir hússins dyr meðan ástandið er svona,“ segir Aðalsteinn að lokum. Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Um helgina hafa minnst fjórir kettir í Hveragerði drepist og leikur grunur á því að eitrað hafi verið fyrir þeim. Hundur í bænum sýnir sömu einkenni og óvenju margir fuglar hafa fundist dauðir. „Ég fór í vinnuna á föstudegi og sé að kötturinn minn er eitthvað skrítinn. Er ég kom heim í lok dags sá ég að hann var í raun fárveikur,“ segir Aðalsteinn Magnússon en annar katta hans var aflífaður í nótt. „Ég fór með hann til dýralæknis og hann var greindur með lungnabólgu. Svo frétti ég það í gær að það hefði fundist blátt fiskflak hjá húsi beint á móti mér og að fleiri kettir væru lasnir.“ Útlit er fyrir að íbúi í bænum hafi dreift fiskflökum sem höfðu legið í frostlegi um bæinn. Líkt og áður segir hafa fjórir kettir drepist sökum þessa, annar liggur veikur og sömu sögu er að segja af hundi þar í bæ. Að sögn Aðalsteins er einnig óvenju mikið magn dauðra fugla í görðum og á götum Hveragerðis í dag. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ segir Aðalsteinn. Lögreglunni hefur verið gert viðvart og er hún nú stödd fyrir utan heimili Aðalsteins að rannsaka málið. Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar. Köttur Aðalsteins, Pútín, var ársgamall en bróðir hans, Pétur, lifir enn. „Hann er í algeru stofufangelsi og fær ekki að fara út fyrir hússins dyr meðan ástandið er svona,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira