Grunur um að eitrað hafi verið fyrir dýrum í Hveragerði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. ágúst 2015 14:30 Kötturinn Pútín. mynd/aðalsteinn Um helgina hafa minnst fjórir kettir í Hveragerði drepist og leikur grunur á því að eitrað hafi verið fyrir þeim. Hundur í bænum sýnir sömu einkenni og óvenju margir fuglar hafa fundist dauðir. „Ég fór í vinnuna á föstudegi og sé að kötturinn minn er eitthvað skrítinn. Er ég kom heim í lok dags sá ég að hann var í raun fárveikur,“ segir Aðalsteinn Magnússon en annar katta hans var aflífaður í nótt. „Ég fór með hann til dýralæknis og hann var greindur með lungnabólgu. Svo frétti ég það í gær að það hefði fundist blátt fiskflak hjá húsi beint á móti mér og að fleiri kettir væru lasnir.“ Útlit er fyrir að íbúi í bænum hafi dreift fiskflökum sem höfðu legið í frostlegi um bæinn. Líkt og áður segir hafa fjórir kettir drepist sökum þessa, annar liggur veikur og sömu sögu er að segja af hundi þar í bæ. Að sögn Aðalsteins er einnig óvenju mikið magn dauðra fugla í görðum og á götum Hveragerðis í dag. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ segir Aðalsteinn. Lögreglunni hefur verið gert viðvart og er hún nú stödd fyrir utan heimili Aðalsteins að rannsaka málið. Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar. Köttur Aðalsteins, Pútín, var ársgamall en bróðir hans, Pétur, lifir enn. „Hann er í algeru stofufangelsi og fær ekki að fara út fyrir hússins dyr meðan ástandið er svona,“ segir Aðalsteinn að lokum. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Um helgina hafa minnst fjórir kettir í Hveragerði drepist og leikur grunur á því að eitrað hafi verið fyrir þeim. Hundur í bænum sýnir sömu einkenni og óvenju margir fuglar hafa fundist dauðir. „Ég fór í vinnuna á föstudegi og sé að kötturinn minn er eitthvað skrítinn. Er ég kom heim í lok dags sá ég að hann var í raun fárveikur,“ segir Aðalsteinn Magnússon en annar katta hans var aflífaður í nótt. „Ég fór með hann til dýralæknis og hann var greindur með lungnabólgu. Svo frétti ég það í gær að það hefði fundist blátt fiskflak hjá húsi beint á móti mér og að fleiri kettir væru lasnir.“ Útlit er fyrir að íbúi í bænum hafi dreift fiskflökum sem höfðu legið í frostlegi um bæinn. Líkt og áður segir hafa fjórir kettir drepist sökum þessa, annar liggur veikur og sömu sögu er að segja af hundi þar í bæ. Að sögn Aðalsteins er einnig óvenju mikið magn dauðra fugla í görðum og á götum Hveragerðis í dag. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég svo reiður og sár á sama tíma,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert vitað hver var að verki eða hvað honum gekk til. Annað hvort er hér í bænum einhver virkilega veikur einstaklingur sem er að leika sér að því að drepa dýr eða hann hefur dreift þessu á þök til að drepa máva og þaðan hefur þetta dottið á jörðina. Hvort sem það er þá er þetta ekki gáfulegt,“ segir Aðalsteinn. Lögreglunni hefur verið gert viðvart og er hún nú stödd fyrir utan heimili Aðalsteins að rannsaka málið. Ekki náðist í lögregluna við vinnslu fréttarinnar. Köttur Aðalsteins, Pútín, var ársgamall en bróðir hans, Pétur, lifir enn. „Hann er í algeru stofufangelsi og fær ekki að fara út fyrir hússins dyr meðan ástandið er svona,“ segir Aðalsteinn að lokum.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira