Schmeichel: Markverðirnir sem komu til United á eftir mér voru ekki nógu góðir Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2015 17:45 Peter Schmeichel vann ótal titla með Manchester United. vísir/getty Peter Schmeichel, fyrrerandi markvörður Manchester United og danska landsliðsins segir að Sergio Romero, argentínski markvörðurinn sem nýverið gekk í raðir United, þurfi að aðlagast úrvalsdeildinni fljótt verði hann markvörður númer eitt hjá liðinu. Peter Schmeichel er einn af bestu markvörðum sögunnar, en hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með Manchester United, bikarinn þrívegis, Meistaradeildina einu sinni auk þess sem hann varð Evrópumeistari með Danmörku árið 1992.De Gea gæti verið á förum.vísir/gettyEnn er óvíst hvort Spánverjinn David De Gea verji mark United á næstu leiktíð, en hann þráir að komast til Real Madrid sem vill þó ekki borga uppsett verð fyrir hann. Það yrði vont fyrir United að missa De Gea loksins þegar hann er talinn einn af bestu markvörðum heims, en það tók félagið sex ár að finna arftaka Peter Schmeichel þegar hann yfirgaf United eftir þrennutímabilið 1999. „Markvarðastaðan hjá Manchester United hefur alltaf verið mikilvæg. Hún er það vegna leikstíls liðsins. Manchester United er mjög sókndjarft lið sem er alltaf að reyna að vinna leiki og skora mörk,“ segir Schmeichel í viðtali við Goal.com.Van der Sar kom hlutunum í lag á Old Trafford.vísir/getty„Þegar lið sækja á jafnmörgum mönnum og raun ber vitni þarf það að vera með sterka varnarmenn og góðan markvörð sem skilja hvað liðið er að gera og geta lesið það sem gerist næst. Ákveðnir markverðir sem voru fengnir til United á eftir mér höfðu það ekki.“ Það var ekki fyrr en Sir Alex Ferguson keypti Hollendinginn Edwin Van der Sar að markvarðastaðan komst almennilega í lag aftur. Hann vann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina einu sinni á sex árum með Manchester United. „Markverðirnir á undan honum höfðu ekki sjálfstraustið sem til þarf og þeir gerðu liðsfélaga sína ekki betri. Sem betur fer komst þetta í lag þegar Edwin kom. Þá voru gæðin í markvarðastöðunni hjá United eins og þau eiga að vera,“ segir Peter Schmeichel. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Peter Schmeichel, fyrrerandi markvörður Manchester United og danska landsliðsins segir að Sergio Romero, argentínski markvörðurinn sem nýverið gekk í raðir United, þurfi að aðlagast úrvalsdeildinni fljótt verði hann markvörður númer eitt hjá liðinu. Peter Schmeichel er einn af bestu markvörðum sögunnar, en hann vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum með Manchester United, bikarinn þrívegis, Meistaradeildina einu sinni auk þess sem hann varð Evrópumeistari með Danmörku árið 1992.De Gea gæti verið á förum.vísir/gettyEnn er óvíst hvort Spánverjinn David De Gea verji mark United á næstu leiktíð, en hann þráir að komast til Real Madrid sem vill þó ekki borga uppsett verð fyrir hann. Það yrði vont fyrir United að missa De Gea loksins þegar hann er talinn einn af bestu markvörðum heims, en það tók félagið sex ár að finna arftaka Peter Schmeichel þegar hann yfirgaf United eftir þrennutímabilið 1999. „Markvarðastaðan hjá Manchester United hefur alltaf verið mikilvæg. Hún er það vegna leikstíls liðsins. Manchester United er mjög sókndjarft lið sem er alltaf að reyna að vinna leiki og skora mörk,“ segir Schmeichel í viðtali við Goal.com.Van der Sar kom hlutunum í lag á Old Trafford.vísir/getty„Þegar lið sækja á jafnmörgum mönnum og raun ber vitni þarf það að vera með sterka varnarmenn og góðan markvörð sem skilja hvað liðið er að gera og geta lesið það sem gerist næst. Ákveðnir markverðir sem voru fengnir til United á eftir mér höfðu það ekki.“ Það var ekki fyrr en Sir Alex Ferguson keypti Hollendinginn Edwin Van der Sar að markvarðastaðan komst almennilega í lag aftur. Hann vann fjóra Englandsmeistaratitla og Meistaradeildina einu sinni á sex árum með Manchester United. „Markverðirnir á undan honum höfðu ekki sjálfstraustið sem til þarf og þeir gerðu liðsfélaga sína ekki betri. Sem betur fer komst þetta í lag þegar Edwin kom. Þá voru gæðin í markvarðastöðunni hjá United eins og þau eiga að vera,“ segir Peter Schmeichel.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira