Cech mætir gömlu félögunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. ágúst 2015 06:00 Arsenal er loks komið með heimsklassamarkvörð, en Petr Cech kostaði liðið ekki nema tíu milljónir punda. vísir/getty Eins mikið og Íslendingar kvarta yfir veðrinu og köldu sumri leyfa áhugamenn um enska boltann sér að hlakka til vetrarins þegar það hentar. Það á þá oftast við þegar enski boltinn er að hefjast og verður generalprufan á morgun, sunnudag, þegar Chelsea og Arsenal mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Bæði lið hafa styrkt sig vel fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er ansi líklegt til að verja Englandsmeistaratitilinn en Arsenal hefur ekki verið líklegra til að standa uppi með þann stóra í háa herrans tíð. Stærstu kaup tímabilsins hjá Arsenal voru ekkert svo stór í milljónum punda talið þegar liðið fékk Petr Cech frá Chelsea fyrir tíu milljónir punda. Auðvitað er það rosalega mikill peningur en bara klink í heimi enska boltans eins og hann er í dag. Þessi kaup gætu þó verið þau stærstu hjá Arsenal og þau mikilvægustu í mörg ár. Liðið hefur verið án alvöru markvarðar síðan Jen Lehmann kvaddi og sést það alveg á árangri liðsins. Arsenal-menn hafa reynt að halda tryggð við Pólverjann Wojciech Szczesny og aðra meðaljóna sem varið hafa mark Lundúnaliðsins undanfarin ár en niðurstaðan var átta titlalaus ár áður en tveir bikarmeistaratitlar unnust í röð. Nú er kominn alvöru markvörður. Sigurvegari. Maður sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum (þrisvar sem aðalmarkvörður), bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina. Það sem meira er, hann var algjör lykilmaður á bak við alla þessa titla og fór langt með að vinna Meistaradeildina fyrir Chelsea árið 2012. José Mourinho veðjaði á Thibaut Courtois og er það gott og blessað enda Belginn magnaður og mun yngri en Cech. En Tékkinn er langt frá því að vera búinn og getur staðið vaktina í marki Arsenal næstu árin. Cech er markvörður sem vinnur stig og leiki. Leiki sem skila titlum. Það er það sem Arsenal hefur vantað í langan tíma og fá aðdáendur Arsenal og enska boltans kannski að sjá strax í fyrsta leik hvers virði hann er. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Eins mikið og Íslendingar kvarta yfir veðrinu og köldu sumri leyfa áhugamenn um enska boltann sér að hlakka til vetrarins þegar það hentar. Það á þá oftast við þegar enski boltinn er að hefjast og verður generalprufan á morgun, sunnudag, þegar Chelsea og Arsenal mætast í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Bæði lið hafa styrkt sig vel fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea er ansi líklegt til að verja Englandsmeistaratitilinn en Arsenal hefur ekki verið líklegra til að standa uppi með þann stóra í háa herrans tíð. Stærstu kaup tímabilsins hjá Arsenal voru ekkert svo stór í milljónum punda talið þegar liðið fékk Petr Cech frá Chelsea fyrir tíu milljónir punda. Auðvitað er það rosalega mikill peningur en bara klink í heimi enska boltans eins og hann er í dag. Þessi kaup gætu þó verið þau stærstu hjá Arsenal og þau mikilvægustu í mörg ár. Liðið hefur verið án alvöru markvarðar síðan Jen Lehmann kvaddi og sést það alveg á árangri liðsins. Arsenal-menn hafa reynt að halda tryggð við Pólverjann Wojciech Szczesny og aðra meðaljóna sem varið hafa mark Lundúnaliðsins undanfarin ár en niðurstaðan var átta titlalaus ár áður en tveir bikarmeistaratitlar unnust í röð. Nú er kominn alvöru markvörður. Sigurvegari. Maður sem hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum (þrisvar sem aðalmarkvörður), bikarinn fjórum sinnum og Meistaradeildina. Það sem meira er, hann var algjör lykilmaður á bak við alla þessa titla og fór langt með að vinna Meistaradeildina fyrir Chelsea árið 2012. José Mourinho veðjaði á Thibaut Courtois og er það gott og blessað enda Belginn magnaður og mun yngri en Cech. En Tékkinn er langt frá því að vera búinn og getur staðið vaktina í marki Arsenal næstu árin. Cech er markvörður sem vinnur stig og leiki. Leiki sem skila titlum. Það er það sem Arsenal hefur vantað í langan tíma og fá aðdáendur Arsenal og enska boltans kannski að sjá strax í fyrsta leik hvers virði hann er.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira