Enski boltinn

Mitrović genginn til liðs við Newcastle

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mitrović var alsæll við undirskrift.
Mitrović var alsæll við undirskrift. Vísir/getty
Newcastle gekk í dag frá kaupunum á serbneska landsliðsframherjanum Aleksandar Mitrović frá Anderlecht en hann skrifaði undir fimm ára samning.

Talið er að Newcastle greiði þrettán milljónir punda fyrir Mitrović sem hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið þrettán leiki fyrir serbneska landsliðið. Var hann á sínum tíma valinn einn af efnilegustu leikmönnum Evrópu eftir glæsilega frammistöðu með U-19 árs liði Serba.

Mitrović lék í tvö tímabil með Anderlecht og varð meistari fyrra tímabilið með liði sínu en hann skoraði alls 44 mörk í 90 leikjum. Hann skoraði einmitt jöfnunarmark liðsins í eftirminnilegu 3-3 jafntefli gegn Arsenal á Emirates vellinum á síðasta tímabili eftir að Arsenal komst 3-0 yfir í upphafi seinni hálfleiks.

Mitrović er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Steve McClaren og félaga í Newcastle í sumar en félagið gekk frá kaupunum á hollenska miðjumanninum Georginio Wijnaldum á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×