Ofursnekkjan verður hér á landi þar til í ágúst Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. júlí 2015 20:10 Octopus lá við festar í dag við Reykjavíkurhöfn. Vísir/Pjetur Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur verður mikið á ofursnekkjunni Octopus á meðan hún dvelur hér við Reykjavíkurhöfn. Haraldur segist vera tengdur skipinu en ekki geta gefið nákvæmar upplýsingar um hvers vegna skipið er komið til Íslands nú, né hvort Paul Allen, eigandi skipsins og annar stofnandi Microsoft, sé með í för. „Skipið verður hér af og til þangað til um miðjan ágúst á þessu svæði,“ segir Haraldur. Hann segir þó helstu ástæðu þess að Octopus er komið hingað til lands í sumar vera ferðaáhuga. Markmiðið sé að „skoða Ísland og umhverfið.“Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er mikill vinur Paul Allen og hefur starfað með honum lengi. Vísir/Anton BrinkHaraldur hefur starfað mikið með Allen en þeir deila djúpstæðum áhuga á eldstöðvum, sér í lagi hefur Allen áhuga á eldvirkni og jarðhita á hafsbotni. Sú skoðun sem fram mun fara í heimsókninni nú mun ekki þurfa nein sérstök leyfi, ekki standi til að snerta botninn né neitt slíkt.Octopus „draumur vísindamannsins“Octopus, eða Kolkrabbinn, er 126 metra löng, eða 50 til 60 metrum lengri en stærstu togarar íslenska flotans enda er hún níunda stærsta ofursnekkja veraldar, sem ekki er í eigu þjóðhöfðingja eða þjóða. Tvær þyrlur eru um borð og tveir litlir kafbátar. „Það er eins og draumur vísindamannsins. Best útbúna hafrannsóknarskip í heimi. Og svo er 56 manna áhöfn fyrir einn mann,“ segir Haraldur. Hann hefur ferðast á því til Nýju-Gíneu og til Salomonseyja með Allen í því skyni að rannsaka jarðhita og hefur með honum skoðað eldfjöll víðsvegar um heiminn bæði að ofan og neðan. „Svo hefur þetta skip unnið við að kanna Hood sem var stærsta herskip Breta í seinni heimstyrjöldinni. Það var skotið niður á milli Íslands og Grænlands í seinni hluta stríðsins. Skotið niður af þýsku herskipi sem hét Bismarck. Skipið hefur nú verið fundið og Octopus hefur tekið þátt í að kanna það flak sem er á tæplega 3 kílómetra dýpi,“ útskýrir Haraldur. Paul Allen ku einnig vera mikill áhugamaður um fornminjar neðansjávar og skipsflök. Ofursnekkjan sigldi fyrst hingað til lands árið 2010 og vakti þá mikla athygli. Allen og kærasta hans sem átti þrítugsafmæli flugu þá hingað til lands á einkaþotu og dvöldu um borð í skipinu. Haraldur fór í leiðangur með Octopus árið 2012 til að sækja skipsbjölluna á breska skipinu Hood og rannsakaði háhitasvæði við Ísland. Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Skreyttu Octopus með gjöfum fyrir kærustu Paul Allen Bandaríski auðkýfingurinn Paul Allen lét búa skip sitt gjöfum fyrir 30 ára gamla kærustu sína, sem hélt upp á afmælið sitt hér á landi. 5. ágúst 2010 04:00 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Ofursnekkja bilaði í miðri Grænlandsför Octopus, snekkja auðkýfingsins Paul Allens, kom aftur til Reykjavíkur snemma í morgun. Hún hafði verið í leiðangri á Grænlandssundi til að endurheimta skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood en þurfti að snúa aftur til hafnar vegna vélarbilunar. 28. ágúst 2012 20:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur verður mikið á ofursnekkjunni Octopus á meðan hún dvelur hér við Reykjavíkurhöfn. Haraldur segist vera tengdur skipinu en ekki geta gefið nákvæmar upplýsingar um hvers vegna skipið er komið til Íslands nú, né hvort Paul Allen, eigandi skipsins og annar stofnandi Microsoft, sé með í för. „Skipið verður hér af og til þangað til um miðjan ágúst á þessu svæði,“ segir Haraldur. Hann segir þó helstu ástæðu þess að Octopus er komið hingað til lands í sumar vera ferðaáhuga. Markmiðið sé að „skoða Ísland og umhverfið.“Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur er mikill vinur Paul Allen og hefur starfað með honum lengi. Vísir/Anton BrinkHaraldur hefur starfað mikið með Allen en þeir deila djúpstæðum áhuga á eldstöðvum, sér í lagi hefur Allen áhuga á eldvirkni og jarðhita á hafsbotni. Sú skoðun sem fram mun fara í heimsókninni nú mun ekki þurfa nein sérstök leyfi, ekki standi til að snerta botninn né neitt slíkt.Octopus „draumur vísindamannsins“Octopus, eða Kolkrabbinn, er 126 metra löng, eða 50 til 60 metrum lengri en stærstu togarar íslenska flotans enda er hún níunda stærsta ofursnekkja veraldar, sem ekki er í eigu þjóðhöfðingja eða þjóða. Tvær þyrlur eru um borð og tveir litlir kafbátar. „Það er eins og draumur vísindamannsins. Best útbúna hafrannsóknarskip í heimi. Og svo er 56 manna áhöfn fyrir einn mann,“ segir Haraldur. Hann hefur ferðast á því til Nýju-Gíneu og til Salomonseyja með Allen í því skyni að rannsaka jarðhita og hefur með honum skoðað eldfjöll víðsvegar um heiminn bæði að ofan og neðan. „Svo hefur þetta skip unnið við að kanna Hood sem var stærsta herskip Breta í seinni heimstyrjöldinni. Það var skotið niður á milli Íslands og Grænlands í seinni hluta stríðsins. Skotið niður af þýsku herskipi sem hét Bismarck. Skipið hefur nú verið fundið og Octopus hefur tekið þátt í að kanna það flak sem er á tæplega 3 kílómetra dýpi,“ útskýrir Haraldur. Paul Allen ku einnig vera mikill áhugamaður um fornminjar neðansjávar og skipsflök. Ofursnekkjan sigldi fyrst hingað til lands árið 2010 og vakti þá mikla athygli. Allen og kærasta hans sem átti þrítugsafmæli flugu þá hingað til lands á einkaþotu og dvöldu um borð í skipinu. Haraldur fór í leiðangur með Octopus árið 2012 til að sækja skipsbjölluna á breska skipinu Hood og rannsakaði háhitasvæði við Ísland.
Tengdar fréttir Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36 Skreyttu Octopus með gjöfum fyrir kærustu Paul Allen Bandaríski auðkýfingurinn Paul Allen lét búa skip sitt gjöfum fyrir 30 ára gamla kærustu sína, sem hélt upp á afmælið sitt hér á landi. 5. ágúst 2010 04:00 Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00 Ofursnekkja bilaði í miðri Grænlandsför Octopus, snekkja auðkýfingsins Paul Allens, kom aftur til Reykjavíkur snemma í morgun. Hún hafði verið í leiðangri á Grænlandssundi til að endurheimta skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood en þurfti að snúa aftur til hafnar vegna vélarbilunar. 28. ágúst 2012 20:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Ofursnekkja í Reykjavík - Paul Allen kominn aftur? Risasnekkjan Octopus er komin aftur hingað til lands. Snekkjan er í eigu auðkýfingsins Paul Allens sem er annar stofnanda Microsoft. Snekkjan kom hingað til lands í morgun og er vel sýnileg ökumönnum og gangandi vegfarendum á Sæbrautinni. 19. ágúst 2012 16:36
Skreyttu Octopus með gjöfum fyrir kærustu Paul Allen Bandaríski auðkýfingurinn Paul Allen lét búa skip sitt gjöfum fyrir 30 ára gamla kærustu sína, sem hélt upp á afmælið sitt hér á landi. 5. ágúst 2010 04:00
Hver er þessi Paul Allen? Bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen er staddur á landinu. Heimsókn hans hefur vakið gríðarlega athygli, enda fer lúxussnekkja hans, sem er ein sú stærsta í heimi, ekki framhjá neinum. Paul stofnaði Microsoft á sínum tíma ásamt Bill Gates og er í 37. sæti yfir ríkustu menn heims samkvæmt tímaritinu Forbes. 7. ágúst 2010 06:00
Ofursnekkja bilaði í miðri Grænlandsför Octopus, snekkja auðkýfingsins Paul Allens, kom aftur til Reykjavíkur snemma í morgun. Hún hafði verið í leiðangri á Grænlandssundi til að endurheimta skipsbjöllu breska herskipsins HMS Hood en þurfti að snúa aftur til hafnar vegna vélarbilunar. 28. ágúst 2012 20:00