Ný stikla úr Spectre: James Bond kljáist við Kolkrabbann Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2015 09:13 Vísir/skjáskot Önnur stiklan úr Spectre nýjustu myndinni um breska leyniþjónustumanninn James Bond, rataði á netið nú í morgun. Daniel Craig fer með hlutverk Bond í fjórða sinn en með hlutverk Bondstúlknanna fara þær Monica Bellucci og Léa Seydoux. Þá fer Cristoph Waltz með hlutverk illmennisins og stjórnandann glæpahringsins Spectre sem berst undir merkjum hins sjöfætta Kolkrabba. Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendes, en hann leikstýrði einnig síðustu Bond myndinni Skyfall. Í stiklunni, sem sjá má hér að neðan, má sjá Bond hoppa á millli húsþaka í Mexíkóborg og aka bíl sem er 3.2 sekúndur í hundraðið. Ástaratlotin vantar ekki og þá má heyra digurbarkalegar yfirlýsingar Waltz um að hann sé „höfundur allra þjáninga“ leyniþjónustumannsins. Áætlað er að myndin verði frumsýnd þann 6. nóvember 2015, en hún er sú 24. í röð Bondmynda. Sjá má sýnishornið að neðan.Söguþráður myndarinnar Með stiklunni fylgir útlistun á söguþræði myndarinnar sem er nokkurn veginn á þessa leið. Dulkóðuð skilaboð úr fortíðinni senda James Bond til Mexíkóborgar og að lokum til Rómar þar sem hann hitter Lucia Sciarra (leikin af Monicu Belucci), hina fögru og forboðnu ekkju alræmds glæpamanns. Bond brýst inn á leynilegan fund og kemst á snoðir um tilvist samtakanna Spectre. Á sama tíma í Lundúnum er nýr forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bretlands, Max Denbigh (leikinn af Andrew Scott) farinn að efast um aðferðir Bonds og vegur að tilvistarréttri MI6, undir forystu M (Ralph Fiennes). Bond fær Moneypenny (Naomie Harris) og Q (Ben Whishaw) til að aðstoða sig við að hafa upp á Madeleine Swann (Léa Seydoux), dóttir fyrrum erkióvinar hans Herra White (Jesper Christensen) sem kann að vita hvernig best sé að ráða niðurlögum Spectre. Swann skilur Bond betur en flestir, enda dóttir leigumorðingja. Eftir því sem Bond kemst nær kjarna Spectre lærir hann um óþægileg tengsl sín við illmenni kvikmyndarinnar, sem leikinn er af Christoph Waltz. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Er James Bond að fara frá Sony? Fyrirtækinu hefur gengið vel með myndirnar frá Casino Royal árið 2006. 7. júlí 2015 12:30 Sýnishorn úr nýjustu Bond-myndinni, Spectre Daniel Craig mætir aftur í hlutverki breska njósnarans James Bond. 28. mars 2015 00:09 Ef Bond verður með Sony síma í Spectre þá er það ekki vegna hrifningar Daniels Craig Aðstandendur myndarinnar sögðu Bond aðeins nota það besta og að Sony Xperia Z4-síminn sé ekki sá besti. 24. apríl 2015 12:46 Laumast í tökur á James Bond Á flótta undir skothríð við Blenheim Palace í Bretlandi. 18. febrúar 2015 09:27 Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Önnur stiklan úr Spectre nýjustu myndinni um breska leyniþjónustumanninn James Bond, rataði á netið nú í morgun. Daniel Craig fer með hlutverk Bond í fjórða sinn en með hlutverk Bondstúlknanna fara þær Monica Bellucci og Léa Seydoux. Þá fer Cristoph Waltz með hlutverk illmennisins og stjórnandann glæpahringsins Spectre sem berst undir merkjum hins sjöfætta Kolkrabba. Leikstjóri myndarinnar er Sam Mendes, en hann leikstýrði einnig síðustu Bond myndinni Skyfall. Í stiklunni, sem sjá má hér að neðan, má sjá Bond hoppa á millli húsþaka í Mexíkóborg og aka bíl sem er 3.2 sekúndur í hundraðið. Ástaratlotin vantar ekki og þá má heyra digurbarkalegar yfirlýsingar Waltz um að hann sé „höfundur allra þjáninga“ leyniþjónustumannsins. Áætlað er að myndin verði frumsýnd þann 6. nóvember 2015, en hún er sú 24. í röð Bondmynda. Sjá má sýnishornið að neðan.Söguþráður myndarinnar Með stiklunni fylgir útlistun á söguþræði myndarinnar sem er nokkurn veginn á þessa leið. Dulkóðuð skilaboð úr fortíðinni senda James Bond til Mexíkóborgar og að lokum til Rómar þar sem hann hitter Lucia Sciarra (leikin af Monicu Belucci), hina fögru og forboðnu ekkju alræmds glæpamanns. Bond brýst inn á leynilegan fund og kemst á snoðir um tilvist samtakanna Spectre. Á sama tíma í Lundúnum er nýr forstjóri Þjóðaröryggisstofnunar Bretlands, Max Denbigh (leikinn af Andrew Scott) farinn að efast um aðferðir Bonds og vegur að tilvistarréttri MI6, undir forystu M (Ralph Fiennes). Bond fær Moneypenny (Naomie Harris) og Q (Ben Whishaw) til að aðstoða sig við að hafa upp á Madeleine Swann (Léa Seydoux), dóttir fyrrum erkióvinar hans Herra White (Jesper Christensen) sem kann að vita hvernig best sé að ráða niðurlögum Spectre. Swann skilur Bond betur en flestir, enda dóttir leigumorðingja. Eftir því sem Bond kemst nær kjarna Spectre lærir hann um óþægileg tengsl sín við illmenni kvikmyndarinnar, sem leikinn er af Christoph Waltz.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Er James Bond að fara frá Sony? Fyrirtækinu hefur gengið vel með myndirnar frá Casino Royal árið 2006. 7. júlí 2015 12:30 Sýnishorn úr nýjustu Bond-myndinni, Spectre Daniel Craig mætir aftur í hlutverki breska njósnarans James Bond. 28. mars 2015 00:09 Ef Bond verður með Sony síma í Spectre þá er það ekki vegna hrifningar Daniels Craig Aðstandendur myndarinnar sögðu Bond aðeins nota það besta og að Sony Xperia Z4-síminn sé ekki sá besti. 24. apríl 2015 12:46 Laumast í tökur á James Bond Á flótta undir skothríð við Blenheim Palace í Bretlandi. 18. febrúar 2015 09:27 Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Sjá meira
Er James Bond að fara frá Sony? Fyrirtækinu hefur gengið vel með myndirnar frá Casino Royal árið 2006. 7. júlí 2015 12:30
Sýnishorn úr nýjustu Bond-myndinni, Spectre Daniel Craig mætir aftur í hlutverki breska njósnarans James Bond. 28. mars 2015 00:09
Ef Bond verður með Sony síma í Spectre þá er það ekki vegna hrifningar Daniels Craig Aðstandendur myndarinnar sögðu Bond aðeins nota það besta og að Sony Xperia Z4-síminn sé ekki sá besti. 24. apríl 2015 12:46
Laumast í tökur á James Bond Á flótta undir skothríð við Blenheim Palace í Bretlandi. 18. febrúar 2015 09:27