Enski boltinn

Carragher ekki viss hvort Benteke henti leikstíl Liverpool

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Christian Benteke, nýjasti liðsmaður Liverpool.
Christian Benteke, nýjasti liðsmaður Liverpool. Vísir/Getty
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool, hefur sínar efasemdir um að Christian Benteke, nýjasti leikmaður Liverpool, henti liðinu. Benteke sem gekk til liðs við Liverpool í gær er næst dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins en hann gekk til liðs við Liverpool frá Aston Villa.

Benteke varð sjöundi leikmaðurinn sem gengur til liðs við Liverpool í sumar þegar hann skrifaði undir langtíma samning við félagið í gær. Fylgir hann leikmönnunum James Milner, Danny Ings, Nathaniel Clyne, Robert Firminho, Adam Bogdan og Joe Gomez inn um dyrnar á Anfield.

„Mun hann henta leikaðferðinni sem Liverpool spilar? Stuttar, snöggar og nákvæmar sendingar er það sem Rodgers vill sjá. Hann vill frekar sjá liðin sín leika í gegn um önnur lið frekar en að fara út á kantana og senda boltann fyrir markið,“ sagði Carragher sem hefur litlar áhyggjur af því að Benteke líkist Andy Carroll, fyrrum leikmanni liðsins sem var keyptur frá Newcastle en fann sig aldrei í rauðu treyjunni.

„Ástæðan afhverju Brendan losaði sig við hann var ekki af því að hann var stór framherji sem var góður í loftinu. Andy var ekki nægilega snöggur né nægilega hreyfanlegur, Benteke er betri á báðum sviðum að mínu mati.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×