Enski boltinn

De Bruyne verður ekki seldur

Kristinn Páll Teitsson skrifar
De Bruyne spilaði frábærlega með Wolfsburg á síðasta tímabili.
De Bruyne spilaði frábærlega með Wolfsburg á síðasta tímabili. Vísir/Getty
Yfirmaður knattspyrnumála hjá Wolfsburg hefur gefið það til kynna að Kevin De Bruyne, miðjumaður liðsins og belgíska landsliðsins, verði ekki seldur í sumar. De Bruyne sem var einn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili hefur verið orðaður við Manchester City undanfarnar vikur.

Greint var frá því á dögunum að Manchester City væri að fara að leggja fram tilboð sem hljómaði upp á sextíu milljónir punda en Wolfsburg greiddi Chelsea Wolfsburg 18 milljónir punda fyrir De Bruyne.

De Bruyne sýndi strax hvers megnugur hann var en á nýafstöðnu tímabili sló hann í gegn í liði Wolfsburg sem lenti í 2. sæti í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að verða bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins. Lék De Bruyne alls 51 leiki á tímabilinu og skoraði hann 16 mörk ásamt því að leggja upp önnur 27.

„Það hefur enginn lagt fram tilboð en ef það gerist mun svarið vera einfalt. Kevin er eins og staðan er í dag ekki til sölu, við erum metnaðarfullt félag og getum því ekki selt okkar bestu leikmenn. Við erum ekki í þeirri stöðu að þurfa að selja okkar bestu leikmenn sem gerir það að verkum að engir lykilleikmenn eru á förum, þar á meðal De Bruyne.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×