Enski boltinn

Britos og Jurado til Watford

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Britos og Valon Behrami voru samherjar hjá Napoli en verða samherjar hjá Watford á næsta tímabili.
Britos og Valon Behrami voru samherjar hjá Napoli en verða samherjar hjá Watford á næsta tímabili. vísir/afp
Nýliðar Watford í ensku úrvalsdeildinni halda áfram að bæta í leikmannahóp sinn en nú síðast gekk liðið frá kaupunum á Miguel Britos og José Jurado.

Britos, sem er þrítugur miðvörður frá Úrúgvæ, kemur frá Napoli á frjálsri sölu en hann gerði þriggja ára samning við Watford.

José Jurado kemur frá Spartak Moskvu og gerði sömuleiðis þriggja ára samning við Watford. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Jurado, sem hóf feril sinn hjá Real Madrid, þekkir vel til Quique Sánchez Flores, knattspyrnustjóra Watford, en hann spilaði undir stjórn hans hjá Atletico Madrid. Jurado hefur einnig leikið með Schalke 04 og Mallorca.

Watford hefur alls fengið níu leikmenn til félagsins í sumar en talið er að þeir hafi kostað samtals tæpar 17 milljónir punda.

Jurado í búningi Schalke 04 sem hann lék með á árunum 2010-13.vísir/afp

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×