Enski boltinn

Skora á Sergio Ramos að óska eftir sölu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sergio Ramos eftir undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor.
Sergio Ramos eftir undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. Vísir/getty
Manchester United hefur beðið Sergio Ramos, miðvörð Real Madrid og spænska landsliðsins, um að biðja opinberlega um sölu frá félaginu til þess að auðvelda enska stórveldinu viðræður við Real Madrid.

Þetta kemur fram í staðarblaðinu Marca en greint var frá því í Marca á dögunum að Manchester United væri búið að leggja inn tilboð upp á 60 milljónir evra í Ramos. Spænska blaðið AS greinir frá því sama en segir að Real Madrid vilji fá hærri upphæð fyrir fyrirliða sinn ásamt því að David De Gea, markvörður Manchester United verði ekki hluti af félagsskiptunum.

Þrátt fyrir að Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Real Madrid, hafi gefið það út að Ramos væri ekki á förum gæti Real Madrid íhugað að taka tilboði Manchester United í ljósi þess að Ramos á aðeins tvö ár eftir af samningi sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×