Enski boltinn

Henderson: 6-1 tapið gegn Stoke mun sitja lengi í mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Jordan Henderson, sem nýverið tók við fyrirliðabandinu hjá Liverpool, hugsar með hryllingi til lokaleiks liðsins á síðasta tímabili, er liðið steinlá fyrir Stoke, 6-1.

Þetta var síðasti leikur Steven Gerrard með félaginu en hann er nú byrjaður að spila með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Þess má geta að Liverpool og Stoke eigast aftur við á Brittania-vellinum þegar nýtt tímabil hefst í næsta mánuði.

„Þetta verður dagur sem margir okkar munu aldrei gleyma,“ sagði Henderson. „Allt fór á versta veg - hvernig við spiluðum, úrslitin, mörkin sem við fengum á okkur - allt.“

„Við reyndum að stappa stálinu í okkur í hálfleik en tilfinningin í leikslok var hræðileg. Hún var virkilega slæm. Það var vandræðalegt fyrir mann sem Liverpool-mann að fara þangað og tapa á þennan máta.“

Nokkrum klukkustundum síðar fóru þjálfarar og leikmenn Liverpool í ferðalag til Dúbæ þar sem Gerrard var kvaddur. En Henderson sagði að mörgum leikmönnum hafi þótt óþægilegt að stíga um borð í flugvélina.

„Það var búið að skipuleggja þessa ferð marga mánuði fram í tímann allt var sérsatklega gert fyrir Stevie. Ef þetta hefði bara verið venjulegt frí hefðum við ekki farið. Ég mun ekki gleyma þessum degi í bráð.“


Tengdar fréttir

6-1 tap í kveðjuleik Gerrard

Stoke valtaði yfir Liverpool í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Stoke vann leikinn 6-1, en Steven Gerrard skoraði í lokaleiknum sínum fyrir Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×