Enski boltinn

Fyrrum liðsfélagi Kára dæmdur í tíu leikja bann vegna orðaskipta

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kirk Broadfoot í leik með Rotherham.
Kirk Broadfoot í leik með Rotherham. Vísir/getty
Kirk Broadfoot, leikmaður Rotherham United í ensku Championship deildinni, var í dag dæmdur í tíu leikja bann eftir að upp komst um orðaskipti hans við James McClean, þáverandi miðjumann Wigan.

Rotherham sem var á þessum tíma í harðri baráttu við meðal annars Wigan um sæti sitt í deildinni tapaði leiknum 1-2. Broadfoot sem er kaþólikki átti í orðaskiptum við McClean sem er mótmælendatrúar en þeir voru báðir spjaldaðir á 31. mínútu er orðaskiptin áttu sér stað.

Enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að Broadfoot færi í tíu leikja bann en um er að ræða eitt lengsta bann í sögu ensku knattspyrnusambandsins fyrir orðaskipti.

Var Luis Suárez, þáverandi leikmaður Liverpool, dæmdur í átta leikja bann árið 2011 af knattspyrnusambandinu þegar hann var sakaður um að hafa verið með kynþáttaníð í garð Patrice Evra, þáverandi leikmanni Manchester United í leik liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×