Enski boltinn

ESPN segir Romero á leið til Man Utd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Romero hefur leikið 62 landsleiki fyrir Argentínu.
Romero hefur leikið 62 landsleiki fyrir Argentínu. vísir/afp
Samkvæmt heimildum ESPN er argentínski markvörðurinn Sergio Romero á leið til Manchester United.

Romero er sem stendur án félags en samningur hans við Sampdoria rann út í sumar.

Eins og fram hefur komið er Victor Valdes að öllum líkindum á leið frá United og þá er framtíð Davids de Gea í óvissu en Spánverjinn hefur ítrekað verið orðaður við Real Madrid undanfarna mánuði.

Heimildir ESPN herma að Romero hafi samþykkt þriggja ára samning við United og hann muni koma til móts við liðið í Bandaríkjunum núna um helgina.

Romero og Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, þekkjast vel en markvörðurinn lék undir stjórn Hollendingsins hjá AZ Alkmaar á sínum tíma.

Romero er aðalmarkvörður argentínska landsliðsins sem tapaði fyrir Chile í úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×