Enski boltinn

Liverpool náði aðeins jafntefli gegn úrvalsliði Malasíu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jordon Ibe fagnar marki sínu í dag.
Jordon Ibe fagnar marki sínu í dag. Vísir/Getty
Liverpool lék næst síðasta æfingarleik sinn áður en enska úrvalsdeildin hefst í dag er liðið gerði 1-1 jafntefli við úrvalslið malasísku úrvalsdeildarinnar.

Brendan Rodgers stillti upp sterku byrjunarliði en heimamenn komust yfir þegar Patrick Ronaldinho Wleh lék á Dejan Lovren í vörn Liverpool og náði óvæntu skoti sem Adam Bogdan réð ekki við.

Jordon Ibe, sprækasti leikmaður Liverpool í leiknum, jafnaði metinn rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins þegar hann kom inn af hægri kantinum og skoraði með föstu skoti í nærhornið, sláin-inn.

Liverpool reyndi hvað þeir gátu að bæta við marki en bestu færi liðsins féllu í skaut Dejan Lovren sem setti boltann yfir netið úr góðum skallafærum. Lauk leiknum því með 1-1 jafntefli en leikmenn Liverpool halda heim á ný í kvöld eftir æfingarferðalag um Asíu og Ástralíu. Næsti æfingarleikur liðsins er gegn finnska liðinu HJK þann 1. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×