Enski boltinn

Courtios hetja Chelsea | Sjáðu mörkin og vítaspyrnukeppnina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thibaut Courtois reyndist hetja Chelsea í vítaspyrnukeppni gegn PSG í æfingarleik í gærkvöldi. Courtios varði tvö víti og skoraði úr einu.

Zlatan Ibrahimovic kom PSG yfir á 25. mínútu eftir að John Obi Mikel missti boltann á miðjunni. Leikmenn franska liðsins voru snöggir að refsa og staðan orðin 1-0.

Jöfnunarmarkið kom á 65. mínútu. Það gerði Victor Moses eftir laglega sendingu frá spænska landsliðsmanninum, Cesc Fabregas. Lokatölur 1-1 og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.

Cudrado var fyrstur til að klikka, en Bahebeck klikkaði einnig næsta víti fyrir PSG. Silva klikkaði svo fyrir PSG og Curtois tryggði Chelsea sigur með því að festa boltann nánast upp í samskeytunum.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að ofan og vítaspyrnukeppnina hér að neðan.

Vítaspyrnukeppnin:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×