Free the nipple kemur í veg fyrir að perrar noti brjóst sem gjaldmiðil Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. júlí 2015 14:04 Emmsjé Gauti er einn af þeim sem leggur orð í belg í myndböndunum. Vísir Nanna Hermannsdóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir og Ölmu Ágústsdóttir hafa birt þrjú myndbönd þar sem þjóðþekktir einstaklingar útskýra #freethenipple baráttuna, hvað hún þýðir og hvers vegna hún skiptir máli. Nýjasta myndbandið birtist í dag, það má sjá hér að neðan. Í því segja Emmsjé Gauti, Steiney Skúladóttir, Stefán Máni, DJ Flugvél og geimskip ásamt fleirum frá því hvað byltingin þýðir fyrir þau.„Byltingin Free the nipple gengisfellir brjóst og kemur þannig í veg fyrir að pervertar geti notað þau sem gjaldmiðil,“ segir Stefán Máni til að mynda. „Free the nipple. Geðveikt,“ segir Steiney Skúladóttir á meðan hún gæðir sér á ís og Emmsjé Gauti nefnir rétt dóttur sinnar til að vera eins og hún kýs. Rapparinn eignaðist dóttur í vikunni. Fjölbreyttur hópur stuðningsfólks Nanna á hugmyndina að verkefninu. „Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt verkefni til þess að halda baráttunni gangandi. Við reyndum að hafa markhópinn stóran enda erum við með tónlistarmenn og pólitíkusa, rokkara og rappara, unglinga og fullorðna.Nanna ásamt Sunnu Ben sem hannaði boli til að vekja athygli á byltingunni.Vísir/NannaVið vildum sýna að það eru ekki bara ungar stelpur sem eru að berjast fyrir því heldur kemur stuðningurinn úr öllum áttum. Kynjahlutföllin af þátttakendum eru til dæmis 11 á móti 12, sem var reyndar alveg óvart, en mér finnst það samt sýna að það er ekkert mál að finna fólk úr öllum áttum sem styðja þetta.“ Hún nefnir að margir viðmælendanna hafi verið áberandi og stutt baráttuna þegar byltingin stóð sem hæst hér fyrr á árinu. Verkefnið er tilraun til að halda umræðunni gangandi en stendur sjálfstætt enda verður baráttan að fá að vera frjáls eins og Nanna segir. Hún og Adda, sem er sú sem hratt byltingunni af stað á Twitter eins og flestum ætti að vera kunnugt, hafa verið áberandi við skipulagningu viðburða í kringum byltinguna. Næstu skref hjá vinkonunum eru óljós.Óljóst hverjar reglur lögreglunnar eru um berbrjósta konur „Það er reyndar búið að vera pæling í smá tíma að tala við lögregluna um hvernig hún lítur á þessi mál því að lögin eru víst eitthvað óljós, það er hvort konur megi vera berar að ofan á almannafæri. Ég hef samt ekki kynnt mér það nógu vel.“En hvers vegna #freethenipple? „Af því að það eiga allir að geta klætt sig eins og þeir vilja án þess að vera litnir hornauga af samfélaginu. Það er gífurleg einföldun að segja að þetta snúist bara um að geta verið ber að ofan í sólbaði. Aukin barátta gegn stafrænu kynferðisofbeldi er líklega það sterkasta sem komið hefur út úr þessu. Stelpur eiga ekki að vera hræddar við það að líkamar þeirra séu kyngerðir alltaf og að ef einhvern tímann sést í brjóstin á þeim sé búið að eyðileggja líf þeirra. Free The Nipple snýst um að breyta samfélagslegum viðmiðum um brjóst kvenna og hegðun.“ #FreeTheNipple Tengdar fréttir Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Nanna Hermannsdóttir, Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir og Ölmu Ágústsdóttir hafa birt þrjú myndbönd þar sem þjóðþekktir einstaklingar útskýra #freethenipple baráttuna, hvað hún þýðir og hvers vegna hún skiptir máli. Nýjasta myndbandið birtist í dag, það má sjá hér að neðan. Í því segja Emmsjé Gauti, Steiney Skúladóttir, Stefán Máni, DJ Flugvél og geimskip ásamt fleirum frá því hvað byltingin þýðir fyrir þau.„Byltingin Free the nipple gengisfellir brjóst og kemur þannig í veg fyrir að pervertar geti notað þau sem gjaldmiðil,“ segir Stefán Máni til að mynda. „Free the nipple. Geðveikt,“ segir Steiney Skúladóttir á meðan hún gæðir sér á ís og Emmsjé Gauti nefnir rétt dóttur sinnar til að vera eins og hún kýs. Rapparinn eignaðist dóttur í vikunni. Fjölbreyttur hópur stuðningsfólks Nanna á hugmyndina að verkefninu. „Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt verkefni til þess að halda baráttunni gangandi. Við reyndum að hafa markhópinn stóran enda erum við með tónlistarmenn og pólitíkusa, rokkara og rappara, unglinga og fullorðna.Nanna ásamt Sunnu Ben sem hannaði boli til að vekja athygli á byltingunni.Vísir/NannaVið vildum sýna að það eru ekki bara ungar stelpur sem eru að berjast fyrir því heldur kemur stuðningurinn úr öllum áttum. Kynjahlutföllin af þátttakendum eru til dæmis 11 á móti 12, sem var reyndar alveg óvart, en mér finnst það samt sýna að það er ekkert mál að finna fólk úr öllum áttum sem styðja þetta.“ Hún nefnir að margir viðmælendanna hafi verið áberandi og stutt baráttuna þegar byltingin stóð sem hæst hér fyrr á árinu. Verkefnið er tilraun til að halda umræðunni gangandi en stendur sjálfstætt enda verður baráttan að fá að vera frjáls eins og Nanna segir. Hún og Adda, sem er sú sem hratt byltingunni af stað á Twitter eins og flestum ætti að vera kunnugt, hafa verið áberandi við skipulagningu viðburða í kringum byltinguna. Næstu skref hjá vinkonunum eru óljós.Óljóst hverjar reglur lögreglunnar eru um berbrjósta konur „Það er reyndar búið að vera pæling í smá tíma að tala við lögregluna um hvernig hún lítur á þessi mál því að lögin eru víst eitthvað óljós, það er hvort konur megi vera berar að ofan á almannafæri. Ég hef samt ekki kynnt mér það nógu vel.“En hvers vegna #freethenipple? „Af því að það eiga allir að geta klætt sig eins og þeir vilja án þess að vera litnir hornauga af samfélaginu. Það er gífurleg einföldun að segja að þetta snúist bara um að geta verið ber að ofan í sólbaði. Aukin barátta gegn stafrænu kynferðisofbeldi er líklega það sterkasta sem komið hefur út úr þessu. Stelpur eiga ekki að vera hræddar við það að líkamar þeirra séu kyngerðir alltaf og að ef einhvern tímann sést í brjóstin á þeim sé búið að eyðileggja líf þeirra. Free The Nipple snýst um að breyta samfélagslegum viðmiðum um brjóst kvenna og hegðun.“
#FreeTheNipple Tengdar fréttir Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33 Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45 Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Bongóblíða á landsleiknum og við frelsun geirvörtunnar Það mun viðra vel á landsleik Íslands og Tékklands annað kvöld sem og á laugardaginn þegar geirvörturnar verða frelsaðar á Austurvelli ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. 11. júní 2015 10:33
Þolandi hrellikláms tók þátt í FreeTheNipple: „Fannst ég eignast líkamann á ný“ Sólveig Helga Hjarðar varð fyrir barðinu á hrelliklámi á unglingsárum sínum. 1. apríl 2015 16:45
Bera brjóst sín á Austurvelli: Vilja breyta samfélaginu í alvörunni Brjóstabyltingin heldur áfram. „Við getum verið berar að ofan eins og karlar. Þetta er svo einfalt.“ 7. júní 2015 12:30