Manndráp í Hafnarfirði: Dæmd í 16 ára fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2015 13:30 Konan bar fyrir sig minnisleysi. vísir/sunna karen Danuta Kaliszewska var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði hinn 14. febrúar síðastliðinn. Konunni er gert að greiða 3.893.000 krónur í sakarkostnað. Banamein mannsins, sem var fæddur árið 1974, var stungusár. Konan var grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru. Talið er að maðurinn hafi látist á milli klukkan 12 og 14 þennan dag. Sjá einnig: Þreif blóðið af sambýlismanni sínum áður en hún óskaði eftir aðstoð Danuta neitaði sök við þingfestingu málsins í maí. Við aðalmeðferðina bar hún fyrir sig minnisleysi, sagðist hafa drukkið eitthvað af áfengi morguninn örlagaríka og sagðist því ekki geta gert sér grein fyrir því sem átti sér stað í íbúðinni. Fyrir lá í málinu að konan hefði farið, ásamt manninum, með leigubíl í Bónus í Hafnarfirði upp úr klukkan ellefu um morguninn. Hún kvaðst þó ekki muna eftir því og taldi sig hafa sofið til hádegis, eftir að hafa tilkynnt forföll í vinnu um klukkan sex. Er hún hafi vaknað hafi hún talið manninn vera sofandi. Hún hafi þá fljótlega gert sér grein fyrir að ekki væri allt með felldu og séð örlítið blóð á brjóstkassa mannsins og enni. Hún hafi þrifið blóðið og skipt um föt á manninum, áður en hún hringdi í dóttur sína og óskað eftir aðstoð hennar. Í kjölfarið hafi verið hringt á lögreglu. Sjá einnig: Ekkert bendir til undirliggjandi vandamála Geðlæknir sem bar vitni í málinu og framkvæmdi sálfræðimat á Danutu sagði ekkert benda til þess að hún eigi við einhver geðræn vandamál að stríða, né siðblindu. Hún telji sig ekki færa um slíkan verknað, en þó telji sig ábyrga fyrir honum. Móðir og faðir hins látna fóru hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur í málinu. Móðurinni voru dæmdar 1.386.000 krónur í bætur og föðurnum 1,1 milljónir króna. Morð í Skúlaskeiði 2015 Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til undirliggjandi vandamála né siðblindu Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Hafnarfirði sagði hana telja sig ábyrga fyrir dauða mannsins, þrátt fyrir að hún neiti sök. 18. júní 2015 12:37 Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Mannslátið í Hafnarfirði: Beðið eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn Konan sem grunuð er mun sæta gæsluvarðhaldi fram að dómi. 16. mars 2015 10:53 Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43 Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Danuta Kaliszewska var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmd í 16 ára fangelsi fyrir að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnarfirði hinn 14. febrúar síðastliðinn. Konunni er gert að greiða 3.893.000 krónur í sakarkostnað. Banamein mannsins, sem var fæddur árið 1974, var stungusár. Konan var grunuð um að hafa stungið manninn einni stungu hægra megin þannig að hnífurinn gekk inn í hægra lunga hans með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af völdum blæðingar úr lunganu, að því er segir í ákæru. Talið er að maðurinn hafi látist á milli klukkan 12 og 14 þennan dag. Sjá einnig: Þreif blóðið af sambýlismanni sínum áður en hún óskaði eftir aðstoð Danuta neitaði sök við þingfestingu málsins í maí. Við aðalmeðferðina bar hún fyrir sig minnisleysi, sagðist hafa drukkið eitthvað af áfengi morguninn örlagaríka og sagðist því ekki geta gert sér grein fyrir því sem átti sér stað í íbúðinni. Fyrir lá í málinu að konan hefði farið, ásamt manninum, með leigubíl í Bónus í Hafnarfirði upp úr klukkan ellefu um morguninn. Hún kvaðst þó ekki muna eftir því og taldi sig hafa sofið til hádegis, eftir að hafa tilkynnt forföll í vinnu um klukkan sex. Er hún hafi vaknað hafi hún talið manninn vera sofandi. Hún hafi þá fljótlega gert sér grein fyrir að ekki væri allt með felldu og séð örlítið blóð á brjóstkassa mannsins og enni. Hún hafi þrifið blóðið og skipt um föt á manninum, áður en hún hringdi í dóttur sína og óskað eftir aðstoð hennar. Í kjölfarið hafi verið hringt á lögreglu. Sjá einnig: Ekkert bendir til undirliggjandi vandamála Geðlæknir sem bar vitni í málinu og framkvæmdi sálfræðimat á Danutu sagði ekkert benda til þess að hún eigi við einhver geðræn vandamál að stríða, né siðblindu. Hún telji sig ekki færa um slíkan verknað, en þó telji sig ábyrga fyrir honum. Móðir og faðir hins látna fóru hvort um sig fram á þrjár milljónir króna í miskabætur í málinu. Móðurinni voru dæmdar 1.386.000 krónur í bætur og föðurnum 1,1 milljónir króna.
Morð í Skúlaskeiði 2015 Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til undirliggjandi vandamála né siðblindu Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Hafnarfirði sagði hana telja sig ábyrga fyrir dauða mannsins, þrátt fyrir að hún neiti sök. 18. júní 2015 12:37 Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54 Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00 Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00 Mannslátið í Hafnarfirði: Beðið eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn Konan sem grunuð er mun sæta gæsluvarðhaldi fram að dómi. 16. mars 2015 10:53 Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43 Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ekkert sem bendi til undirliggjandi vandamála né siðblindu Geðlæknir sem framkvæmdi sálfræðimat á konunni sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Hafnarfirði sagði hana telja sig ábyrga fyrir dauða mannsins, þrátt fyrir að hún neiti sök. 18. júní 2015 12:37
Mannslát í Hafnarfirði: Hin grunaða neitaði sök Konan sem ákærð er fyrir að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra við Skúlaskeið í Hafnafirði í febrúar neitaði í morgun sök við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness. 13. maí 2015 08:54
Kona á sextugsaldri í gæsluvarðhaldi fram yfir helgi Lögregla hefur hvorki haft áður afskipti af konu sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum með eggvopni um helgina, né manninum sem ráðinn var bani. 16. febrúar 2015 07:00
Mannslát í Hafnarfirði: Lögregla áður kölluð í íbúðina í Skúlaskeiði Konan sem er grunuð um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana hafði nýverið flutt í kjallara húss að Skúlaskeiði 24 í Hafnarfirði. Íbúi í húsinu segir lögreglu hafa verið kallaða til vegna ónæðis og drykkjuláta fyrir um það bil mánuði. 17. febrúar 2015 07:00
Mannslátið í Hafnarfirði: Beðið eftir niðurstöðum úr DNA-rannsókn Konan sem grunuð er mun sæta gæsluvarðhaldi fram að dómi. 16. mars 2015 10:53
Þreif blóðið af sambýlismanni sínum og klæddi í föt áður en hún óskaði eftir aðstoð Konan sem grunuð er um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana á heimili þeirra í Hafnarfirði neitar sök í málinu. 18. júní 2015 10:43
Hin grunaða ekki komið við sögu lögreglu áður Pólsk kona sem grunuð er um að hafa banað sambýlismanni sínum á heimili þeirra í Hafnarfirði var í dag úrskurðuð í viku langt gæsluvarðhald. 15. febrúar 2015 18:36