Lífið

Ómar Sharíf fallinn frá

Bjarki Ármannsson skrifar
Sharíf á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004.
Sharíf á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2004.
Egypski leikarinn Ómar Sharíf, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í stórmyndunum um Sívagó lækni og Arabíu-Lárens á sjöunda áratugnum, er látinn. Umboðsmaður Sharíf segir hann hafa fengið hjartaáfall á spítala í Kaíró í dag. Hann var 83 ára og hafði glímt við Alzheimer-sjúkdóminn undir lokin.

Frá heimsókn Sharíf til Íslands í febrúar árið 1991.Mynd/DV
Sharíf vann Golden Globe-verðlaunin og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Alí fógeta í Arabíu-Lárens árið 1962. Hann var meðal annars heiðraður fyrir ævistörf sín á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 2003.

Leikarinn var einnig þekktur fyrir færni sína í bridds og þess má geta að hann var gestur Flugleiðamótsins í bridds hér á landi árin 1991 og 1993. Í heimsókn sinni hitti hann meðal annars Steingrím Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands, og fór í Bláa lónið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×