Skýtur á dagskrárstjóra Rásar 1: „Sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2015 12:13 Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1. „Við þurfum að að sjá fleiri fullorðnar konur, miðaldra konur, rosknar konur í sjónvarpinu: þær þurfa að sjást í fréttum og fréttatengdum þáttum, í umræðuþáttum, í leiknu efni, í þáttum þar sem sýnt er frá lífinu í landinu, í grínþáttum og í auglýsingum öðruvísi en hin milda og algóða amma,“ segir Guðmundur Andri Thorsson í pistli í Fréttablaðinu í dag. Tilefnið er brottvikning Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríðar Stephensen frá Ríkisútvarpinu í síðustu viku. Báðar höfðu unnið hjá RÚV í lengri tíma en kveðja nú sem er niðurstaða sem Guðmundur Andri hefur sterka skoðun á. Hann vill fleiri konur í útvarpið, ekki fækka þeim. „Við þurfum að heyra raddir þeirra og nálgun, efnistök þeirra og viðhorf. Miðaldra konur hugsa öðruvísi en ungar konur og gamlar konur hugsa öðruvísi en miðaldra konur. Við þurfum að heyra í þeim öllum og sjá þær allar: samfélagið þarf á því að halda.“Guðmundur Andri Thorsson.Vitleysa úr stjórnunarfræðum Guðmundur Andri skýtur föstum skotum á Þröst Helgason, dagskrárstjóra Rásar eitt á RÚV. Þröstur er einn framkvæmdastjóranna sem var ein af fyrstu breytingunum sem Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri gerði í starfi sínu í Efstaleiti. „Hann hefur ekki rökstutt brottreksturinn en sagði einhvers staðar að hann gæti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna; gefur þar með til kynna tillitsemi við þær brottreknu, lætur liggja að því að eitthvað kunni að vera við störf þeirra að athuga – sem ekkert bendir til að sé satt. Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum.“ Kjölfestu þarf á RÚV að mati Guðmundar Andra sem segir þær stöllur útvarpsmenn af guðs náð. „… má til dæmis minna á afbragðsþætti þeirra um tónlistarsögu 20. aldarinnar fyrir nokkrum árum, sem núverandi dagskrárstjóri gerði rétt í að hlusta á til að heyra hvernig farið er að því að búa til gott útvarp.Íslenska bræðralagið Þá segir Guðmundur Andri að karlmaður í stjórnunarstöðu, sem sé kannski ekki alveg klár á stöðu sinni og þekkingu, eigi ekki að láta til sín taka með því að reka reynslumiklar konur. „Þær sjá að vísu næstum því örugglega í gegnum mann, sem getur kannski verið óþægilegt – og það kann líka að vera óþægilegt að vita af því innst inni að sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í, og gerðu það ef ekki væri fyrir íslenska bræðralagið, flokksræðið og skólaklíkurnar – en í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með.“ Smellið á greinina að neðan til að lesa pistilinn í heild sinni. Tengdar fréttir Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
„Við þurfum að að sjá fleiri fullorðnar konur, miðaldra konur, rosknar konur í sjónvarpinu: þær þurfa að sjást í fréttum og fréttatengdum þáttum, í umræðuþáttum, í leiknu efni, í þáttum þar sem sýnt er frá lífinu í landinu, í grínþáttum og í auglýsingum öðruvísi en hin milda og algóða amma,“ segir Guðmundur Andri Thorsson í pistli í Fréttablaðinu í dag. Tilefnið er brottvikning Hönnu G. Sigurðardóttur og Sigríðar Stephensen frá Ríkisútvarpinu í síðustu viku. Báðar höfðu unnið hjá RÚV í lengri tíma en kveðja nú sem er niðurstaða sem Guðmundur Andri hefur sterka skoðun á. Hann vill fleiri konur í útvarpið, ekki fækka þeim. „Við þurfum að heyra raddir þeirra og nálgun, efnistök þeirra og viðhorf. Miðaldra konur hugsa öðruvísi en ungar konur og gamlar konur hugsa öðruvísi en miðaldra konur. Við þurfum að heyra í þeim öllum og sjá þær allar: samfélagið þarf á því að halda.“Guðmundur Andri Thorsson.Vitleysa úr stjórnunarfræðum Guðmundur Andri skýtur föstum skotum á Þröst Helgason, dagskrárstjóra Rásar eitt á RÚV. Þröstur er einn framkvæmdastjóranna sem var ein af fyrstu breytingunum sem Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri gerði í starfi sínu í Efstaleiti. „Hann hefur ekki rökstutt brottreksturinn en sagði einhvers staðar að hann gæti ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna; gefur þar með til kynna tillitsemi við þær brottreknu, lætur liggja að því að eitthvað kunni að vera við störf þeirra að athuga – sem ekkert bendir til að sé satt. Maður á ekki að reka fólk nema það geri eitthvað af sér eða standi sig illa; það er ekki dyggð að reka fólk. Það er bara vitleysa úr stjórnunarfræðum.“ Kjölfestu þarf á RÚV að mati Guðmundar Andra sem segir þær stöllur útvarpsmenn af guðs náð. „… má til dæmis minna á afbragðsþætti þeirra um tónlistarsögu 20. aldarinnar fyrir nokkrum árum, sem núverandi dagskrárstjóri gerði rétt í að hlusta á til að heyra hvernig farið er að því að búa til gott útvarp.Íslenska bræðralagið Þá segir Guðmundur Andri að karlmaður í stjórnunarstöðu, sem sé kannski ekki alveg klár á stöðu sinni og þekkingu, eigi ekki að láta til sín taka með því að reka reynslumiklar konur. „Þær sjá að vísu næstum því örugglega í gegnum mann, sem getur kannski verið óþægilegt – og það kann líka að vera óþægilegt að vita af því innst inni að sennilega ættu þær að sitja í stjórnunarstöðunni sem maður sjálfur er í, og gerðu það ef ekki væri fyrir íslenska bræðralagið, flokksræðið og skólaklíkurnar – en í rauninni er sá maður lánsamur sem hefur slíkar konur að vinna með.“ Smellið á greinina að neðan til að lesa pistilinn í heild sinni.
Tengdar fréttir Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Að reka konur Kúnstin hjá góðum stjórnanda er að nýta sér þá þekkingu sem í fyrirtækinu er og laða fram nýja og óvænta eiginleika hjá fólki sem lengi hefur fengist við það sama, fá nýtt sem lærir af því eldra og veitir því innblástur en ekki henda þeim útbyrðis sem eldri eru. 13. júlí 2015 07:00